Móar Stækka // SLÖKUNARTÓNLEIKAR - SILVRA 19. jan

Móar Stækka // SLÖKUNARTÓNLEIKAR - SILVRA 19. jan

Regular price
5.900 kr
Sale price
5.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Við erum að vaxa inn í stærra rými!

Móar stækka & flytja innan sömu hæðar í Bolholti 4, á hinn enda gangsins á 2. hæð! Það gleður okkur að tilkynna veglegan fögnuð því til heiðurs helgina 17. – 19. janúar.

  • Sunnudagskvöldið 19. Janúar frá kl. 20.00 - 21.30 verður í fyrsta sinn lifandi flutningur SILVRU, verkefnis Láru Rúnars og Arnars Guðjónssonar en auk þeirra skipa hljómsveitina Arnar Gíslason og Guðni Finnsson. 

SILVRA er samstarfsverkefni Láru Rúnars og Arnars Guðjóns. Lára er eigandi Móa Studio. Hún hefur verið starfandi innan tónlistar síðustu 20 árin, gefið út 7 sólóplötur ásamt öðrum verkefnum. Arnar hefur sömuleiðis unnið við tónlist um árabil, m.a. með hljómsveitinni Leaves og Warmland. Hann er einn vinsælasti upptökustjóri landsins, auk þess að semja tónlist fyrir kvikmyndir. 

SILVRA hefur gefið út nokkur verk og má finna þau m.a. á Spotify.

____________________________________

Viðburðurinn er hluti af Opnunarhelgi vegna flutninga og stækkunar Móa Studio.
Einnig er hægt að kaupa sér passa á alla helgina hér: Móar Stækka // OPNUNARHELGI 17. - 18. janúar – MÓAR studio