Við erum að vaxa inn í stærra rými!
Móar stækka & flytja innan sömu hæðar í Bolholti 4, á hinn enda gangsins á 2. hæð! Það gleður okkur að tilkynna veglegan fögnuð því til heiðurs helgina 17. – 19. janúar.
Pop up tímar alla helgina. Hægt að skrá sig í þá hér: MÓAR STUDIO // Opnir Tímar
- Föstudagskvöldið 17. janúar frá kl. 20.00 - 22.00 munu María Carrasco og Lára leiða inn í Dansandi Draumferð.
- Laugardagskvöldið 18. Janúar frá kl. 20.00 - 22.00 verður Möntrusession með Láru, Arnari, Guðna og gestum.
- Sunnudagskvöldið 19. Janúar frá kl. 20.00 - 21.30 verður í fyrsta sinn lifandi flutningur SILVRU, verkefnis Láru Rúnars og Arnars Guðjónssonar en auk þeirra skipa hljómsveitina Arnar Gíslason og Guðni Finnsson.
Aðgangur að allri helginni, pop up tímum og viðburðum:14.900.-
Stakur viðburður 5.900.- & verð í pop up tíma samkvæmt verðskrá Móa.
Kakóið verður dyggur leiðbeinandi og ferðafélagi í gegnum alla tíma og viðburði en við minnum á að ekki er ráðlagt að drekka meira en 1 bolla á dag.
Getum ekki beðið eftir að njóta, syngja, dansa og slaka með ykkur.
_______________________________________________________
Nánar um viðburðina:
DANSANDI DRAUMFERÐ með Maríu og Láru föstudagskvöldið 17. janúar frá kl. 20.00 - 22.00. Ferðalag með dansi, djúpslökun og sjamanískri draumferð þar sem skapað verður rými til þess að opna inn í drauma & innri visku, virkja lífsorku og sköpunarkraft.
ATHÖFNIN:
Ferðalagið byrjar á kakóseremóníu ~ Við komum heim í líkama og hjarta og opnum fyrir ásetningi kvöldsins með stuttri Jóga Nidra, hugleiðslu, djúpslökun & tónheilun.
DANSINN:
Þaðan ferðumst við inn í hreyfingu með samblandi af leiddum dansandi æfingum í takt við tónlistina og opið hreyfiflæði og frjálsan dans til þess að tengjast dýpra inn á við og opna flæði lífsorku og sköpunarkrafts.
DRAUMFERÐIN:
Við endum ferðalagið á sjamanískri draumferð þar sem rými opnast fyrir djúpa slökun og leiðslu handan hugans, inn í undirmeðvitund og upplifun frá dulvitund og innri visku.
Einnig hægt að kaupa sér passa á alla opnunarhelgina hér:
https://shop.moarstudio.is/.../opnunarhelgi-moar-staekka...
https://shop.moarstudio.is/.../opnunarhelgi-moar-staekka...
______________________________________________________
MÖNTRUSESSION með Láru, Arnari, Guðna og gestum laugardagskvöldið 18. Janúar frá kl. 20.00 - 22.00.
Við heiðrum lífið, röddina okkar, melodíuna sem snertir við ákveðnum strengjum og orðum sem hafa verið kyrjaðar með góðum ásetningi í gegnum aldirnar. Við biðjum fyrir vernd og friði og förum með ríka meðvitund inn í sönginn. Við skoðum hvað það er sem nærir okkur mest, hvað það er sem við þurfum á að halda, hverju við erum tilbúin að sleppa og hvað það er sem okkur langar til þess að skapa í lífi og starfi.
Mantra þýðir frelsi hugans og færir okkur nær kjarnanum, svörunum og auðmýktinni. Við hefjum stundina á seremóníal kakaóbolla eða móatei.
Hljómsveit kvöldsins eru Lára á gítar og harmonium, Arnar á trommur og Guðni á bassa.
Við endum kvöldið í djúpslökun með lifandi tónheilun og fáum tækifæri til að njóta áhrifanna og dvelja með ásetningnum.
Einnig hægt að kaupa sér passa á alla opnunarhelgina hér:
https://shop.moarstudio.is/.../opnunarhelgi-moar-staekka...
https://shop.moarstudio.is/.../opnunarhelgi-moar-staekka...
______________________________________________
Sunnudagskvöldið 19. Janúar frá kl. 20.00 - 21.30 verður í fyrsta sinn lifandi flutningur SILVRU, verkefnis Láru Rúnars og Arnars Guðjónssonar en auk þeirra skipa hljómsveitina Arnar Gíslason og Guðni Finnsson. Slökunartónleikar þar sem fólki gefst kostur á að liggja, sitja eða hreyfa sig með tónlistinni.
SILVRA er samstarfsverkefni Láru Rúnars og Arnars Guðjóns. Lára er eigandi Móa Studio. Hún hefur verið starfandi innan tónlistar síðustu 20 árin, gefið út 7 sólóplötur ásamt öðrum verkefnum. Arnar hefur sömuleiðis unnið við tónlist um árabil, m.a. með hljómsveitinni Leaves og Warmland. Hann er einn vinsælasti upptökustjóri landsins, auk þess að semja tónlist fyrir kvikmyndir.
SILVRA hefur gefið út nokkur verk og má finna þau m.a. á Spotify.
Einnig hægt að kaupa sér passa á alla opnunarhelgina hér: