YOGA SEM ÞERAPÍA – 6 vikna námskeið // 1. mars

YOGA SEM ÞERAPÍA – 6 vikna námskeið // 1. mars

Regular price
29.900 kr
Sale price
29.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Yoga sem þerapía // 6 vikna námskeið með Salvöru

Salvör býður upp á námskeið þar sem kafað verður inn í dýpt og merkingu Yoga og Vedic fræðanna. Við lærum hvernig við nýtum yoga stöður, öndunaræfingar og hugleiðslu með þerapískum tilgangi. Hver einasta æfing hefur sinn tilgang að heila, hlúa að og endurvekja líkamann, hugann og sálartenginguna.

Yoga Þerapía er iðkun sem hentar öllum, hönnuð til þess að vera aðlöguð að hverjum og einasta líkama. Iðkun þar sem við fáum að kynnast líkamanum dýpra, okkar dags ástandi og innri heim. Á þessu 6 vikna námskeiði færðu tól, æfingar og reynslu til þess að gerast þinn eigin þerapisti, taka heilsuna í þínar eigin hendur þar sem allt sem þú þarft býr innra með þér.

Kennt er á miðvikudögum kl. 13.30 -15.00 (1. mars - 5.apríl)

Verð: 29.900 & innifalið í verði er aðgangur að öllum opnum tímum Móa á meðan á námskeiðið stendur. Þeir sem eru í áskriftarsamning í Móum fá 20% afslátt af námskeiðinu.

Tryggðu þér pláss hér á síðunni eða í gegum moar@moarstudio.is fyrir aðra greiðsluleið.

Salvör Davíðsdóttir hefur iðkað og lifað eftir heimspeki yoga fræðanna í um 8 ár og m.a unnið í Yoga Shala Reykjavík síðustu 6 árin. Ásamt því að leiða opna tíma, námskeið, viðburði og kennaranám á fleiri stöðum. Með reglulegri iðkun og reynslu hefur skilningur hennar á yoga og tilgangi þess dýpkað, ásetningurinn er í raun að lifa eftir ákveðnum lífsgildum bæði á og af mottunni með því að hlúa jafnt að andlegri og líkamlegri heilsu. Síðan þá hefur hún verið á sínu innra ferðalagi í leit að dýpri sannleika og stærri tilgangi með yoga fræðin að leiðarljósi. Salvör leggur áherslu á virðingu, meðvitund, djúpa hlustun og heilun í allri sinni iðkun.

Salvör er með tvenn ólík 200 tíma réttindi, 300 tíma réttindi og þrjú 50 tíma réttindi í RYT. Ásamt 150 tíma Yoga kennara námi hjá Mystery School. Réttindi í; Ananda Marga Yoga, Hatha Yoga, Yin Yoga, Pranayama tækni, áfalla heilun, stundar nám við Yoga Therapy eins og er