YOGA - DANS - FLÆÐI // 4 vikna námskeið // hefst 23. maí
YOGA - DANS - FLÆÐI // 4 vikna námskeið // hefst 23. maí
  • Load image into Gallery viewer, YOGA - DANS - FLÆÐI // 4 vikna námskeið // hefst 23. maí
  • Load image into Gallery viewer, YOGA - DANS - FLÆÐI // 4 vikna námskeið // hefst 23. maí

YOGA - DANS - FLÆÐI // 4 vikna námskeið // hefst 23. maí

Regular price
27.900 kr
Sale price
27.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

YOGA - DANS - FLÆÐI // Dansinn er heilandi afl - 4 vikna námskeið hefst 23. maí. Kennt er á þriðjudögum frá kl. 19-20.30. 

Unnur Elísabet mun leiða tímann og sameina flæðandi yoga-æfingar, kröftugar öndunaræfingar og spunadans.

Hvert og eitt fær frelsi til að fara sína eigin leið með því að tengjast líkamanum, efla ímyndunaraflið og hlusta á innri takt með skynjun að leiðarljósi.

Í yoga-dans-flæði er áhersla lögð á að njóta ánægjunnar í hreyfingunni, finna frelsið í flæðinu, losa um spennu, bæta liðleika og úthald, beita sprengikrafti, sleppa takinu af sjálfsgagnrýni og fá útrás í öruggu andrúmslofti.

Markmiðið er að byggja upp hita, finna sátt í eigin líkama og upplifa kraftinn sem býr innra með okkur. Við sveigjum, beygjum, teygjum, hristum, hoppum og fljótum, leyfum okkur að upplifa styrkleika sem og veikleika. Í þessum tíma er allt leyfilegt og ekkert rétt eða rangt. Þú getur valið að fylgja leiðbeinandanum eða leyft þér að fara í þitt eigið flæði. Engin ákveðin dansspor bara þinn eigin dans/spuni/flæði.

Tíminn endar á möntrusöng, hugleiðslu, ilmandi kakóbolla og slökun.

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir starfar sem leikstjóri, danshöfundur, sviðshöfundur og performer. Hún hefur unnið í fjölda verkefna með Íslenska Dansflokknum, Leikfélagi Reykjavíkur, RÚV, Stöð tvö og sjálfstætt síðan hún útskrifaðist úr Konunglega Sænska Ballettskólanum árið 2003. Unnur hefur kennt yoga frá árinu 2009 þegar hún útskrifaðist sem Hatha og Kundalini yoga kennari. Henni finnst frábært að blanda saman þekkingu sinni úr sviðslistunum við yogakennsluna.

Verð: 27900
Innifalið í verði er ótakmarkaður aðgangur að opnum tímum Móa studio. 

Skáning hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is