VORSÆLA - hlédrag með konum í náttúrunni // 15. - 18. maí
VORSÆLA - hlédrag með konum í náttúrunni // 15. - 18. maí
VORSÆLA - hlédrag með konum í náttúrunni // 15. - 18. maí
VORSÆLA - hlédrag með konum í náttúrunni // 15. - 18. maí
  • Load image into Gallery viewer, VORSÆLA - hlédrag með konum í náttúrunni // 15. - 18. maí
  • Load image into Gallery viewer, VORSÆLA - hlédrag með konum í náttúrunni // 15. - 18. maí
  • Load image into Gallery viewer, VORSÆLA - hlédrag með konum í náttúrunni // 15. - 18. maí
  • Load image into Gallery viewer, VORSÆLA - hlédrag með konum í náttúrunni // 15. - 18. maí

VORSÆLA - hlédrag með konum í náttúrunni // 15. - 18. maí

Regular price
40.000 kr
Sale price
40.000 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

VORSÆLA - Hlédrag með konum í náttúrunni

Fjögurra daga hlédrag og náttúruævintýri dagana 15. -18 maí.

Lára og María bjóða konum Norður í náttúruparadís þar sem dvalið verður á hlédragssetrinu Helgafelli við Eyjafjörð.

Hér verður rýmið til þess að koma heim í kyrrðina, upplifa friðsæld og finna vorið vakna innra. Endurtenging við sjálfa sig, líkamann & andann, nánd við náttúruna, frumkraftana og ferðast þaðan inn í sumarið.

Boðið verður upp á náttúruferðir, mjúka morguniðkun, jóga nidra, tónheilun, söng, draumferðir,  kakóseremóníur, sánuritual, dagbókarskrif, dýrindis grænmetismat og frítíma til þess að hvílast og gera ekkert. 

Dagskráin hefst kl. 16.30 á fimmtudeginum og lýkur með sameiginlegum hádegisverð á sunnudeginum. 

Snemmskráningsgjald til 23. apríl 109.000. 

Fullt Verð: 120.000
Staðfestingagjald: 40.000.- 

Innifalið í verði: gisting í tveggja manna herbergjum í þrjár nætur (einstaklingsherbergi í boði fyrir auka 15.000 kr ef það er laust), þrjár máltíðir á dag, öll kennsla, gufa, sjór og kalt kar.

Við bjóðum upp á að skipta greiðslu sé þess óskað en að 75% af gjaldi sé þegar greitt við upphaf hlédragsins. Fyrir skiptingu sendið póst á moar@moarstudio.is.

Lára er eigandi Móa, jógakennari, tónlistarkona & kynjafræðingur með menntun í fornfræði (sjamanisma) & höfuðbeina- & spjaldhryggsjöfnun. 

María er dansari, sjúkraþjálfari,  jóga nidra kennari & doula með menntun í höfuðbeina- & spjaldhryggsjöfnun og elskar að halda rými fyrir fólk að dýpka tengslin við sig sjálft, náttúruna & lífið. 

KONUR í náttúrunni er lifandi viðburðaröð sem slær í takt við árstíðir & náttúru landsins: Serimóníur,  ævintýri úti í móa, í nánd við jörðina & fossana, svitahof & sjóböð, í nærandi samveru með konum, ræktandi innri tengingu, frelsi & sambandið við jörðina. Hugmyndin kviknaði árið 2022 hjá Maríu Carrasco & Láru Rúnarsdóttur og hafa þær haldið úti ýmsum formum af viðburðum, ævintýrum & námskeiðum með konum í náttúrunni.

Láru & Maríu dreymir um að skapa heiðarlegt rými þar sem konur geta verið þær sjálfar, þar sem þær geta tímabundið lagt frá sér hlutverkin sín, ferðast nær sér & eflt kynni við sig & aðrar konur. Þar sem þær mega vera glaðar, þreyttar, spenntar, sorgmæddar, hræddar, berskjaldaðar, bjartsýnar. Þar sem við göngumst við líðan okkar, stöðu & tilfinningum & æfingum okkur í að sýna sjálfum okkur og öðrum kærleika, hlustun & virðingu. 

Náttúran sem við sækjum heim er  aðal meðalið, í henni býr allt. Elementin & athafnir þeim tengdum geta innihaldið og fært okkur djúpa heilun svo fremur sem við færum virðingu, þakklæti, hlustun, virði & ásetning inn í það. Svörin sýna sig oft í eldinum, berginu, ánni eða trjástofninum.

Innilega velkomnar <3