VISKUBRUNNUR KVENLÍKAMANS // helgarnámskeið 3-4.sept

VISKUBRUNNUR KVENLÍKAMANS // helgarnámskeið 3-4.sept

Regular price
24.000 kr
Sale price
24.000 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Vilt þú öðlast meiri skilning á líkamanum?
Vilt þú vinna að betra hornónajafnvægi og vellíðan?
Við bjóðum þér helgina 3-4.sept að fræðast um allt sem við hefðum viljað læra sem ungar konur, þegar upplýsingarnar voru hvergi sjáanlegar. Þessi kvenlíkami getur verið algjör ráðgáta, en þegar við köfum dýpra ofan í fræðin, skoðum hvað er raunverulega að gerast á bakvið upplifunina, afhjúpast þessi dulúðar þoka, og við förum að skilja afhverju við erum eins og við erum, af hverju okkur líður svona eða hinsegin. Með betri þekkingu förum við að tengja saman það sem við héldum að væri algjörlega ótengt hormónakerfinu okkar, og sjáum heildarmyndina.

Líkaminn er stöðugt að tala við okkur, með merkjum eins og verkjum, magaveseni, þreytu, óreglulegum blæðingum og sykurlöngun, svo örfá dæmi séu nefnd. Þegar við lærum að skilja hvers vegna þetta er að gerast, getum við tekið skref í átt að betra jafnvægi.

Kvenlíkaminn þarf mikið jafnvægi, enda er hann að vinna mikla vinnu í hverjum mánuði, sem er tíðahringurinn. Tíðarhringurinn er ekki bara blæðingar, heldur er allskonar að gerast þar á milli.

Við kynnumst líkams tungumálinu, köfum út í hormónakerfið, og lærum leiðir til þess að vera ekki með “stjórn” á hormónakerfinu, heldur að blómstra með því. Konum er kennt frá ungum aldri að verkir, vanlíðan og tilfinningasveiflur séu hluti af því að vera kona, og leita sér oft ekki lausna. Þegar lausna er leitað er oft lítið um svör, annað en "plástra meðferð".

Konur búa í töfrandi líkama, og það er mikil gjöf að fá að upplifa hann í öllu sínu veldi, ef hann fær þá næringu og stuðning sem hann kallar á.Við eigum rétt á því að fá almennilega fræðslu um líkama okkar, og vita að það eru til úrræði sem hjálpa okkur að ná jafnvægi.

Kennt er:
Laugardaginn 3.sept frá kl. 12.30 - 17.00
& sunnudaginn 4.sept frá kl. 10.00 - 14.30
Verð: 24.000kr
Skráning fer fram hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is

Aðeins um mig:
Ég heiti Ingeborg, og er faglærð í vestrænum grasalækningum, með Bs gráðu frá University of Westminster í London. Ég sérhæfi mig í jurtalækningum en hef lært allskonar í gegnum árin sem kemur að heilsu, eins og matarræði, náttúruspeki og fleira. Mitt markmið er að fræða fólk um eigin líkama og heilsu, svo að við getum tekið málin í okkar hendur, og tengst náttúrunni og eðlinu okkar í leiðinni.

Ég hef undanfarið þróað með mér einstaklega mikinn áhuga á kvenlíkamanum, hormónakerfinu og kvensjúkdómum.
Ég hlakka til að deila kunnáttu minni með ykkur!