VETRARSÓLSTÖÐUR með Konum í Náttúrunni
Innilega velkomnar í vetrarsólstöðu athöfn & ævintýri með Konum í Náttúrunni.
Laugardaginn 20. desember verður helgaður VETRARSÓLSTÖÐUM:
* Saunu ritual í Rjúkandi Fargufunni - Hefst kl. 14:00
* Kakóserimónía í Móum Stúdíó - Hefst kl. 16:00
Hér fáum við rýmið til þess að upplifa þennan magnaða árstíma og tengjast náttúrunni í okkur. Þegar MYRKRIÐ ríkir, með dimmustu dögum ársins, þegar landið býður okkur að ferðast inn á við, þá getum við speglað okkur í náttúrunni og fundið dýpri tengingu við tilveruna .
Hér verður rýmið til þess að þakka fyrir, finna draumana og óskirnar. Rými til þess að tengjast innra leiðarljósinu og sjá Norðurstjörnuna skína skært með skírleika inn í vegferðina fram á við. Hér verður tækifæri til þess að endurstilla sig, næra hverja einustu frumu djúpt inn að beini. Hreinsa líkama og huga í saunu og sjó, finna sig dýpra handan hugans. Í serimóníunni verður leidd hugleiðsla og tenging inn í kakóplöntuna, með öndunaræfingum og mjúkri hreyfingu er hægt að tengjast inn í líkamann, handan hugans. Konur fá að hvílast inn í innra ferðalag með jóga nidra, hugleiðslu og tónabaði - Með það að markmiði að upplifa innri kyrrð og finna fjársjóðinum sem leynist innra, heyra rödd hjartans, og hlusta á tilfinningu innsæisins. Nærandi samvera kvenna, systralag.
Verð fyrir allt: 10.900.-
takmarkað pláss í boði.
Myndefni eftir: Jón Ágúst