
28.ágúst kl. 20.00- 21.30 verður Jónas Sigurðsson með trommuhring í Móum.
Trommuhringur gengur út á að fá að upplifa mátt trommunnar og rythmans á eigin skinni þegar hópur fólks kemur saman og trommar sem heild þar sem allir verða hluti af einhverju stærra samhengi og leggja sitt af mörkum.
Að tromma saman í hóp er líklega eitt elsta form heilunar mannsins enda hafa nýlegar rannsóknir sýnt fram á magnaðan heilunarmátt þess að tromma í hóp, m.a. til að draga úr stressi, auka vellíðan og hjálpa til við að létta á erfiðum tilfinningum.
Að taka þátt í trommuhring er ótrúlega skemmtilegt, frelsandi og hressandi upplifun.
Við byrjum á að drekka saman kakó og förum síðan nokkrar umferðir gegnum mismunandi rythma og ásetning í hverjum hring.
Safn af trommum og ásláttarhljóðfærum verður á staðnum en einning er velkomið að mæta með eigin trommu.
Jónas Sigurðsson hefur átt blómlegan tónlistarferil þar sem hann hefur unnið mikið með djúpa reynslu sína af sjálfsvinnu sem hann hefur miðlað gegnum tónlist sína og tónleikahald. Jónas er ástríðufullur talsmaður hinnar nýju jarðar og þá sérstakleg mildi hjartans og heilbrigðrar karlmennsku á öld vatnsberans.
Hjartanlega velkomin <3
Verð: 5900.-