Sunnudags söngur með RAKEL & Láru Rúnars // 26. mars

Sunnudags söngur með RAKEL & Láru Rúnars // 26. mars

Regular price
4.400 kr
Sale price
4.400 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

RAKEL & Lára Rúnars bjóða upp á SunnudagsSöng í Móum Studio 26. mars frá kl. 11.00 - 12.30. Stundin mun innihalda ilmandi súkkulaðibolla, möntrur, flutning RAKELAR & Láru á eigin lögum & djúpslökun með tónheilun.

Dásamleg leið til að hefja góðan sunnudag.

Rakel Sigurðardóttir er fædd og uppalin á Akureyri. Hún hóf fiðlunám sex ára gömul við Tónlistarskólann á Akureyri og jazz söngnám síðar meir. Árið 2015 flutti hún til Reykjavíkur og hélt áfram tónlistarnámi við tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan vorið 2020. RAKEL hefur komið fram með ýmsu tónlistarfólki í gegnum árin en hóf nýlega að gefa út sína eigin tónlist. Árið 2021 gaf hún út sína fyrstu stuttskífu, Nothing Ever Changes, sem fékk góðar undirtektir. Lagið Our Favourite Line komst inn á vinsældalista Rásar 2 og á toppinn á vinsældalistanum hjá X-ið 977. Hún gaf einnig út lagið Ég var að spá með JóaPé og CeaseTone og hlaut það lag miklar vinsældir, en það lag var tilnefnt sem lag ársins á Hlustendaverðlaununum 2021. RAKEL var einnig tilnefnd sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021. Í byrjun ársins 2022 gaf hún út splitt-skífuna While We Wait ásamt tónlistarkonunum Salóme Katrínu og Sara Flindt sem hefur hlotið góðar undirtektir.

Lára Rúnars er eigandi MÓA studio, tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & með menntun í NA-Shamanisma. Hún er með meistaragráðu í kynjafræðum & er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Lára hefur gefið út sjö sólóplötur & fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins.


Verð: 4400


Tryggðu þér pláss hér eða sendu póst á moar@moarstudio.is.

Hlökkum mikið til að sjá þig <3