STÖNDUM STERK Í OKKUR // 4 vikna námskeið // 1. des

STÖNDUM STERK Í OKKUR // 4 vikna námskeið // 1. des

Regular price
25.000 kr
Sale price
25.000 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

4 vikna námskeið í sjálfseflingu sem styður okkur í að skerpa á innri áttavitanum og hlustun á innsæið. Aukum næmi okkar fyrir því sem gerir okkur gott og gefur lífi okkar fyllingu og orku. Þjálfum aðferðir til að standa með okkur og tjá okkar sanna vilja af festu og kærleika. Styrkjum okkur í að taka ákvarðanir í lífi okkar sem sannarlega þjóna heilsu okkar og vellíðan.

Hver tími hefur sitt þema en við byrjum á kakóbolla til að opna samveruna og ljúkum á slökun til að samþætta reynsluna. Námskeiðið hefst 1. des. Kennt er á fim frá kl. 17:00-19:00.

Tími 1 // 1. desember:
Langanir og mörk - að þjálfa hlustun á sinn eigin sannleika, hvað maður vill eða vill ekki og allt þar á milli.
Notum aðferð sem kallast Regnboginn

Tími 2 // 8. desember:
Næring á líkama og sál - þjálfa eftirtekt á því sem virkar vel og leyfa því að hafa meiri áhrif á líf okkar á sem áreynslulausastan máta.
Notum aðferð sem kallast Næringarhringurinn

Tími 3 // 15. desember:
Að setja mörk - geta til að tjá mörkin okkar og standa með þeim, sem og biðja um það sem við þurfum eða viljum.
Notum aðferð sem kallast Samþykktarhjólið

Tími 4 // 22 desember:
Gildi - að átta okkur betur á hver leiðarljósin okkar eru í tilverunni og skoða hvort við séum að lifa í heilindum við þau og hvernig við getum rétt stefnu okkar af þ.a. gjörðir okkar færi okkur nær því sem við viljum vera og skapa.
Notum aðferð sem kallast Innri áttavitinn

Um Áróru:
Ég brenn af ástríðu fyrir sjálfseflingu - að við fáum hvert og eitt rými sem styður okkur í að átta okkur á hver við erum og hvað við viljum, handan við meðvirkni og tamningu samfélags og nánasta umhverfis. Reynsla mín hefur sýnt mér að mannveran er stórmerkileg og hvert okkar hefur einstakar gjafir að geyma, sem blómstra náttúrulega þegar við upplifum öryggi og rými til að vera þau sem við erum. Síðustu 8 árin hef ég heilshugar og af öllu hjarta unnið í því að vinda ofan þeim skilyrðingum sem lágu eins og farg á tilveru minni og komu í veg fyrir að ég þekkti sjálfa mig; líkama minn, tilfinningar, huga, sál og allt sem er, og þjálfa svo getu mína til þess að standa með mér.

Þegar ég lít til baka til tíma líkamlegra og andlegra veikinda get ég ekki líst fögnuðinum yfir breytingunni á minni tilvist - sem er alls ekki alltaf auðveld en er þó full af lífi, tilgangi og lærdómi tekur engan enda, sem betur fer.
Ég nýt þess að deila með öðrum þeim aðferðum sem hafa virkað hvað best fyrir mig til þessa og úr þeim jarðvegi sprettur þetta námskeið.
Menntun og reynsla
+MSc í Heilbrigðisverkfræði
+500 E-RYT Yogakennararéttindi
+Shamanic Breathwork Master Facilitator
+Sjálfseflingarkennari í framhaldsskóla

Verð: 25.000 kr & innifalið í verði er aðgangur að öllum opnum tímum Móa á meðan á námskeiði stendur.

Tryggðu þér pláss hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is