STOÐKERFIÐ, STYRKUR & SLÖKUN // 6 vikna námskeið // 7. apríl

Regular price
37.900 kr
Sale price
37.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Stoðkerfið, styrkur & slökun
6 vikna námskeið með Áróru. Kennt á mánudögum frá 7. apríl - 19. maí (ekki er kennt á annan í páskum þann 21. apríl).

Námskeiðið "Stoðkerfið, styrkur & slökun" er markvisst sett upp til að vinda ofan af ama í stoðkerfinu og auka tengingu líkama og hugar, sem gefur þátttakandanum að auki tækifæri til að kanna áhrifin á andlega líðan.

Áhersla er lögð á mildi og hlustun í æfingunum, svo hver iðkandi geti stillt ákefð og áskorun eins og hentar sínum líkama. Námskeiðið var upphaflega hannað fyrir fólk með króníska bakverki og stoðkerfisvanda, svo það hentar öllum getustigum. Það hefur líka reynst afreks íþróttafólki vel.

Kennarinn fléttar saman þekkingu sína úr yoga, heilbrigðisverkfræði og nýlegri nálgun sérfræðinga á líkamsþjálfun og endurhæfingu.

Uppsetning hvers tíma:
  • Fræðsla um þema vikunnar, kakó og te í boði
  • Líkamsæfingar og iðkun út frá þemanu
  • Yoga nidra djúpslökun í lokin

Vikurnar:
Tími 1: Líkamsvitund
Tími 2: Grunnstyrkur & stöðugleiki
Tími 3: Mjaðmir & bandvefur
Tími 4: Fætur & göngulag
Tími 5: Hryggjarsúlan
Tími 6: Heildræn hreyfing & hreyfimunstur

* Í hverjum tíma er þemað parað við eitt af leiðarljósum Yoga (Yama & Niyama) sem gefur dýpri nálgun á iðkunina og auðgar andann

Um kennarann:
Áróra glímdi við hamlandi verki í baki frá unglingsaldri og langt fram á fullorðinsár, og þekkir því vel áhrif verkja á daglegt líf. Hún hefur brennandi áhuga á líkamanum  og manneskjunni í heild, og fléttast bakgrunnur hennar úr heilbrigðisverkfræði skemmtilega við heildræna sýn yogafræðanna. Í gegnum tíðina hefur hún öðlast aukinn skilning á hvað geti valdið stoðkerfisverkjum og hvernig gott sé að beita sér í daglegu lífi. Hún nýtur þess deila þekkingunni áfram og leggur áherslu á að hver og einn iðkandi fái rými til að hlúa sem best að sínum líkama, auka líkamsvitund og öðlast þannig meiri möguleika á að hafa jákvæð áhrif á eigin heilsu og vellíðan.

Námskeiðið er kennt á mánudögum frá kl. 19.00 - 21.00. 
Verð: 37.900 & innifalið í verði er ótakmarkaður aðgangur að öllum opnum tímum Móa Studio. 

30% afsláttur fyrir áskriftar & árskorthafa
15% afsláttur fyrir fólk með örorku, námsfólk & heldra fólk. 

(hægt að fá kvittun fyrir stéttarfélag)

Umsagnir iðkenda:
Þetta dásamlegt námskeið! Ég lærði svo mikið af Áróru og naut og hlakkaði til hvers einasta tíma! Ég er mun meðvitaðari um líkamann og hvernig ég beiti honum í dag. - Guðlaug

Námskeiðið var sett upp á mjög markvissan hátt og var ótrúlega fræðandi. Áróra er mjög fróð um efnið og hefur alveg einstakan hæfileika til að vekja áhuga á öllu sem tengist stoðkerfinu okkar.  Ég gekk út eftir hvern tíma þyrst í meiri fróðleik og fleiri æfingar tengdar líkamanum og stoðkerfinu og með hlýtt í hjartanu eftir dásamlega samveru. Eftir námskeiðið fannst mér ég vera rétt að byrja á nýrri vegferð og get ekki beðið eftir að halda áfram að iðka allt sem hún kenndi okkur og dýpka þekkinguna á mínu stoðkerfi. - Aðalheiður

Leið alltaf vel þegar ég labbaði úr þessum tímum hjá Áróru. Óhefðbundnir jógatíma þar sem maður fær tækifæri til að uppgötva eigin hreyfimynstur og kynnast anatomiu líkamans.
Ilmur

Mér fannst merkilegt að skoða hreyfingu og stöðu líkamans með heildrænum hætti, hvernig eitt leiðir af öðru og hvernig vefir, sinar og vöðvar tengjast bæði huga og tilfinningum. Það var áhugavert að uppgötva hvernig hægt er að vinda ofan af rangri líkamsstöðu og beita sér á nýjan og meðvitaðan hátt sem leiðir til betri líðunar. Slökunin í lokin var djúp og dásamleg.
Steinunn