DRAUMFERÐ - SÖNGUR - SKRIF // 21. mars

DRAUMFERÐ - SÖNGUR - SKRIF // 21. mars

Regular price
5.900 kr
Sale price
5.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Lára leiðir inn í innsæisferðalag í gegnum möntrur, söng, skrif & draumferð þriðjudaginn 21. mars frá kl. 19 - 21.30.

Mantra þýðir frelsi hugans & er ótrúlega öflug leið til þess að komast í hugleiðsluástand. Hún hjálpar okkur að ferðast handan takmarkana hugans, út úr áhyggjum & ótta og inn í samkennd & frelsi.

Draumferð/ Shamanic Journey er áhrifarík leiðsla með hjálp trommsláttar eða hristu til þess að komast í djúpt hugleiðsluástand. Í þessu ástandi verður örlítið auðveldara að heyra & skynja framhjá rökhugsun & skvaldri hugans & þannig komast í dýpri samskipti á andlega sviðinu (spiritual level). Shamanic Journeying hefur verið notað gegnum aldirnar til þess að heila, taka á móti skilaboðum & til þess að öðlast mátt til þess að sjá skýrar & yfirstiga hindranir í lífinu. Í ferðalaginu er talað um að vitundin eigi samskipti við andans heima, leiðbeinendur, máttardýr & kennara. Ferðalagið er djúpt & skilaboðin geta borist í formi tákna eða myndlíkinga sem munu skýrast með tímanum.

Við förum úr draumferðinni inn í takmarkaðlaus & frjáls skrif þar sem við getum ferðast enn dýpra inn í þau skilaboð sem komu í gegn.

Við hefjum stundina á 100% hreinu súkkulaði & leiddri hugleiðslu til að tengjast líkamanum. Súkkulaðið er töframeðal náttúrunnar, hjálpar að opna hjartað & auka næmni & skynjun. Við endum síðan stundina á ljúfum tónum, tónheilun & slökun.

Lára er eigandi Móa studio, jógakennari, með menntun í NA-Shamanisma, meðferðaraðili í höfuðbeina- & spjaldhryggjarmeðferð, tónlistarkona & kynjafræðingur.

Gott að mæta með vatnsbrúsa, í þægilegum fötum & með skriffæri & dagbók. 
Einnig er gott að sleppa þungri máltíð 2 tímum fyrir viðburð. 

Verð: 5900
Skráning hér eða í gegnum moar@moarstudio.is