Snákaár - Umbreyting
Velkomin í fögnuð, fræðslu og ferðalag snákaársins sem fer fram í Móum sun 26. janúar frá kl. 14.00 - 16.15.
Við fræðumst um hvers má vænta með nýja árinu og stillum okkur inn á snákaárið með hjálp kakóplöntunnar og tes, mjúkra hreyfinga, hugleiðslu og tónheilunnar.
Nú færum við okkur úr viðar yang dreka ári og inn í ár viðar yin snáksins. Snákurinn er dularfullur og býr yfir mikilli visku. Hann er tengdur við innsæi, og með honum kemur tækifæri á að “skipta um ham”. Við skoðum dýrahring kínverskra stjörnumerkja og fræðumst stuttlega um hvert dýr. Allir þátttakendur fá að vita dýr síns fæðingarárs og element sem því fylgir og hvað þarf að hafa í huga til að nýta orku ársins..
Stundin hefst á 100% hreinu kakó eða tei og hugleiðslu. Færum okkur síðan í mjúkar qigong hugleiðsluhreyfingar og flæðandi QiFlow hreyfingar þar sem við tengjum inn á við og losum um staðnaða orku. Stundinni lýkur með ferð inn í snákahugleiðslu og njótum tóna gongs og tónskála.
Með innsæi, þekkingu og losun höfum við þau verkfæri sem þarf til að setja skýra stefnu inn í umbreytingu snákaársins.
Kennari: Aldís er nálastungufræðingur (BSc), qigong kennari og yoga kennari. Einnig hefur hún sótt þekkingu á ýmsa staði hjá mismunandi kennurum og tekur það sem við á inn í hverja kennslu. Hún leggur áherslu á sjálfstengingu, sjálfsást, mildi og heilsu í kennslu og meðferðum sínum. Einnig bætti hún við sig menntun í gongspilun, tónskálum, meðgönguyoga og doulu námi á liðnum árum.
Nánar um Aldísi: aldisqiflow.com
Gott er að koma í þægilegum fötum, með bók og blýant/penna þar sem rými verður gefið til að skrifa ef sú köllunin kemur yfir þig.
Verð 6900 kr.