Shamanic Breathwork & Vision Board // föst 1. nóv

Shamanic Breathwork & Vision Board // föst 1. nóv

Regular price
9.900 kr
Sale price
9.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Shamanic Breathwork & Vision Board
1.nóvember 2024 frá kl. 18.15 - 22.15.

Shamanic Breathwork er frábær leið til að hreyfa við & losa um, tengjast innsæinu & auka yfirsýn.* Eftir breathworkið býr hver til sitt myndrænan vegvísi með Vision Board, með því að klippa út myndir, liti, form og orð úr tímaritum og líma klippurnar á plagg, á sinn einstaka hátt. Þetta tjáform skapar rými fyrir ýmislegt sem kemur ekki endilega fram við skrif, samtöl eða teikningar. Útkoman getur reynst dýrmætt landakort fyrir komandi leiðangra lífsins. Það getur líka hjálpað við að skerpa á gildunum okkar, forgangsröðun og innri sannleika.

Öldum saman víða um heim hefur mótum október og nóvember verið fagnað, þar sem sumar mætir vetri, ljós mætir myrkri. Á Íslandi, Norðurlöndunum og fleiri evrópulöndum til forna kallaðist hátíðin Veturnætur eða Dísablót, keltar kalla hátíðina Shamain og við þekkjum flest í dag All Hallow's Eve (Halloween). Í kaþólskri trú er hátíðin kölluð Allraheilagramessa og Allrasálnamessa.

Í grunninn er rót þessara hátíða trúin að í umbreytingunni á milli sumars og veturs sé bil á milli heima þunnt og þá auðveldara að skynja handanheima og því tilvalið að heiðra forfeður og framliðna. Einnig er sums staðar talað um að auðveldara sé að skynja verur á fíngerðari sviðum og hlusta inn í framtíðina.

Við njótum þess þetta kvöld að kanna af forvitni þessa hefð og kanna áhrifin á eigin upplifun.

Á staðnum verða alls kyns tímarit og myndir, lím og karton.
Þáttakendur eru beðnir um að taka með sér skæri.

Hjartanlega velkomið að koma með sitt eigið útklippiefni með sér, ef eitthvað sem veitir innblástur og þú tengir sérstaklega við.

12 pláss
Létt nasl í boði
Verð: 9.900.-


Klæðnaður og annað til að taka með:
*Mjúkur og þægilegur klæðnaður
*Vatnsbrúsi
*Skæri
*Augngríma (eyemask), ef vill
*Dagbók & penni, ef vill


Mikilvægt að mæta tímanlega.

Gott að miða við að borða ekki þunga máltíð 2 klst fyrir viðburð.

Um leiðbeinandann, Áróru:
Ástríða Áróru er að skapa rými fyrir hverja og eina manneskju til að uppgötva sig í öllu sínu veldi, kunna á sinn innri áttavita og geta tjáð sig einlægt og af virðingu, þaðan sem við getum samskapað nærandi og gefandi samfélag.

Hún tvinnar saman fjölbreyttan bakgrunn sinn sem náttúrubarn af Vestfjörðum, list-skapari, heilbrigðisverkfræðingur (MSc, TUDelft Hollandi), vöruhönnuður, yogakennari (200 RYT Ásta Arnardóttur, 300 RYT Julie Martin & Emil Wendel), núvitund og hugleiðsla (Kyrrðarvökur víða um heim í hefð Insight Meditation/Vipassana, lengst 28 dagar á Spirit Rock CA), markþjálfi (Evolvia), yoga nidra leiðbeinandi (Matsyendra), Shamanic Breathwork master practitioner (Venus Rising Association for Transformation), Sacred Sound frá Sri Vidya Tantra hefðinni (Russill Paul) og aðferðafræði sem á rætur í Lucid Body acting technique (Kennedy Brown).