Rjúkandi fargufa er ástfóstur Hafdísar Hrundar, gufa á hjólum - sem getur ferðast hvert sem er, hvenær sem er.
Móar & Rjúkandi sameinast í athöfn mán 16. sept frá kl. 18.30-20.00.
Við hittumst við Skarfaklett, setjumst að inni í gufunni, drekkum kakó & kyrjum möntrur við undirleik & trommuslátt Arnars & Láru á meðan Hafdís skvettir á steinana & kveikir á lyktarskyni með ilmkjarnaolíum & jurtum.
Praktískar upplýsingar:
Hittumst hér:
64°09'19.9"N 21°52'06.1"W https://maps.app.goo.gl/shRd6nsE8BiPvLAQA?g_st=ic
- Gott að koma í sundfötunum innan undir. Eða líða vel með að skipta yfir í sundföt í opnu rými.
- Taka með tvö handklæði, stóran vatnsbrúsa fullan af vatni, föt sem þægilegt er að fara í eftir gufuna.
Verð: 7900
Takmarkað pláss í boði.