RJÚKANDI KONUGUSA með konum í náttúrunni // 18. okt

RJÚKANDI KONUGUSA með konum í náttúrunni // 18. okt

Regular price
8.900 kr
Sale price
8.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

María og Inga Birna bjóða konur innilega velkomnar í serimóníu og saunu við sjóinn í Rjúkandi fargufunni við Skarfaklett. 

Við tengjumst náttúrunni, finnum kraftinn & kuldann í sjónum, hitann og eldinn í svitahofinu/saununni, fáum rými til þess að finna dýpra, hreinsa líkamann, kyrra hugann, hlusta á innri viskuna.

Í serimóníu í fjörunni hefjum við stundina, kveikjum eld og bjóðum í kakóathöfn - Með hugleiðslu, öndun, núvitund opnast rýmið til þess að finna innri tenginguna, hjartað, innsæið og nándina við frumkraftana, náttúruna, árstíðina. 

Í Rjúkrandi fargufunni heldur athöfnin áfram - Í heitri saununni leiðum við förina með öndun, tónlist, frjálsri hreyfingu, opnun raddarinnar, hugleiðslu & þögn. 

Viltu vera með?

Hvenær: Föstudagurinn  18. október frá kl. 17-19:30

Hvar: Skarfaklettur, Reykjavík. 

Verð: 8.900 kr. Skráning hér á síðunni.

Við hlökkum til að sjá ykkur

María Carrasco er sjúkraþjálfari, dansari, jóga nidra kennari (Yoga Nidra Network) & doula (Mama Bamba doula & soula), hún er með menntun í höfuðbeina - og spjaldhryggjarmeðferð (Upledger) & tónheilun (Acutonics). Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að halda viðburði & serimóníur fyrir fólk að dýpka tengslin við sjálft sig, hvort annað & náttúruna. Þar leggur hún áherslu á að leiða fólk inn á við og efla tenginguna við sig sjálft með hugleiðslu, djúpslökun & hreyfingu. María hefur leitt konuhringi, dans viðburði og serimóníur frá 2018 og starfað í Móum stúdíó frá 2021. Hún heldur utan um og býður upp á viðburðaröðina Konur í Náttúrunni í samstarfi við Móa.

Inga Birna útskrifaðst sem Yogakennari hjá Ástu Arnarsdóttir 2021 & og lauk námi í NA- Shamanisma hjá Robbie Warren sama ár. Einnig er hún menntuð ÍAK Einka-& Styrktarþjálfari, er sjálf íþróttakona og var fyrst íslenskra kvenna til að hljóta svarta beltið í Brazilísku jiu jitsu (BJJ). Hún hefur alla tíð lagt mikla áherslu á líkamlega & andlega rækt ásamt því að hafa starfað sem þjálfari síðastliðinn áratug.

KONUR í náttúrunni er lifandi viðburðaröð sem slær í takt við árstíðir & náttúru landsins: Serimóníur,  ævintýri úti í móa, í nánd við jörðina & fossana, svitahof & sjóböð, í nærandi samveru með konum, ræktandi innri tengingu, frelsi & sambandið við jörðina. Hugmyndin kviknaði árið 2022 hjá Maríu Carrasco & Láru Rúnarsdóttur og hafa þær haldið úti ýmsum formum af viðburðum, ævintýrum & námskeiðum með konum í náttúrunni.