Raddtækni // Tveggja skipta námskeið miðvikudaginn 1. & 8. október frá kl. 19.30 - 21.30.
Markmið námskeiðsins er að kynnast röddinni okkar, hvað gerist í líkamanum þegar við syngjum og hvernig við getum beitt röddinni á mismunandi máta á heilbrigðan hátt. Farið verður í gegnum grunnatriði Complete vocal tækni, þar sem áherslan er að öll geta lært að syngja og að söngur eigi að vera þægilegur og að við treystum okkar innsæi í söngnum.
Styður vel við aðdáendur möntrunnar, að þjálfa raddtækni til þess að ná betur að halda utan um eigin rödd í söng og tjáningu.
Styrkir fólk til tjáningu, eflir sjálfstraust og eykur skilning á hljóðfærinu sem röddin er.
Aldís Fjóla er tónlistarkona, lærður raddþjálfi í Complete Vocal tækni frá CVI í Kaupmannahöfn, þerapisti í þerapíunni Lærðu að elska þig, gusari hjá Rjúkandi Fargufu og fyrrilífsdáleiðari.
Verð: 18.900 // innifalið í verði er ótakmarkaður aðgangur að öllum opnum tímum Móa á meðan á námskeiði stendur.
Tryggðu þér pláss hér eða í gegnum moar@moarstudio.is
Áskriftahafar fá 25% afslátt af námskeiðinu, fólk með örorku, námsfólk og heldra fólk fær 10% afslátt af námskeiðinu.