PARAKVÖLD með Kristínu Þórs // fim 26. sept

PARAKVÖLD með Kristínu Þórs // fim 26. sept

Regular price
4.900 kr
Sale price
4.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Nánd og traust eru mjög mikilvægir þættir til að byggja gott ástarsamband. Fimmtudaginn 26. sept frá kl. 20.00 - 21.30 ætlum við að skoða þessa þætti, spyrja okkur spurninga um sambandið okkar, hvernig okkur líður, hvað við þurfum á að halda, hvernig nándin er, samskiptin & kynlífið. Kristín Þórsdóttir kynlífs markþjálfi leiðir kvöldið.

Við munum hefja stundina á því að fá okkur 100% hreint kakó frá Peru. Kakóið er ríkt af magnesíum & andoxunarefnum & hjálpar okkur inn í hlustun á það hvar við erum stödd & hvað það er sem við viljum. Einnig er boðið upp á te.

LYKILSPURNINGAR:
Hvernig líður mér/okkur í ástarsambandi okkar?
Erum ég/við sátt(ur) við þá nánd sem við eigum?
Er eitthvað sem að ég/við viljum auka við í okkar sambandi?
Þessi kvöldstund er ætluð öllum pörum sem eiga í ástarsambandi. Í Móum verður skapað öruggt rými til að tengjast á dýpri hátt.
Kristín mun vera með fróðleik um ýmislegt tengt nánd, samböndum, skynfærum, kynlífi og trausti ásamt því að leiða inn í æfingar sem að dýpka traust og nánd.
Kristín Þórsdóttir og er stofnandi og eigandi Eldmóðurs ehf. Hún starfar þar sem vottaður markþjálfi og kynlífs markþjálfi.
Kristín hefur haldið marga fyrirlestra og námskeið og er hennar helsti ástríða hvernig við getum tengst okkur sjálfum og líkama okkar á dýpri hátt. Einnig er hún með menntun í fornfræði (NA- Shamanisma) og nemi í Cranio.

Verð: 4900// eða 9800 fyrir parið