
OPNUN RADDARINNAR // 4 vikna námskeið
Viltu njóta þess að syngja?
Viltu opna röddina þína?
Opnun raddarinnar er fjögurra vikna námskeið þar sem við þjálfum, opnum & leikum okkur með röddina. Við styðjumst við raddæfingar, möntur, spuna, öndun & hugleiðslu til að opna röddina & bjóða henni að óma & hljóma á allskonar vegu.
Tilgangur námskeiðisins er að dýpka tenginguna við röddina, trúa á hana, elska hana, nota hana & finna að líkaminn er með okkur & styður undir hana.
Kennari námskeiðisins er Lára Rúnarsdóttir, eigandi MÓA, tónlistarkona, kynjafræðingur & jógakennari. Hún er með burtfarapróf úr klassískum söng frá tónlistarskólanum í Kópavogi & hefur sótt söngkennslu hjá ýmsum kennurum.
Nálgun Láru verður á að njóta fremur en að fullkomna. Að finna áhrif söngs á líkama, huga & anda.
Hver tími hefst á Móate eða 100% hreinu kakói <3
Nánar um kakóið www.moarstudio.is.
Verð: 24.000 kr & innifalinn er aðgangur að öllum opnum tímum MÓA á meðan á námskeiðinu stendur.
Námskeiðið hefst mið 24.ágúst & stendur til 14.sept. Kennt á mið frá kl. 18.45 – 20.15.
Verið hjartanlega velkomin. Skráning fer fram hér eða í gegnum moar@moarstudio.is