Movement sessions // 29.sept

Movement sessions // 29.sept

Regular price
4.900 kr
Sale price
4.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Movement Sessions

Líkaminn er magnaður. Í honum býr sagan okkar, allt sem við höfum upplifað. Rannsóknir sýna að margt sem við finnum í eigin skinni tengist genaminninu & því sem við erfum sjö kynslóðir aftur. Þegar við víkkum út rýmið okkar til aukins frelsis erum við að endurforrita og jafnvel leiðrétta skekkjur þannig að það hefur djúp áhrif á okkur og sjö kynslóðir áfram.

Mín reynsla er að besta leiðin til þess að komast út úr skilyrðingum hugans, gömlum mynstrum, takmörkunum sem koma vegna áfalla, kvíða & þunglyndis er að hreyfa sig. Stækka rýmið sitt hægt & rólega í fullkominni virðingu & í öruggu rými. Mig langar að skapa þannig rými með ykkur!

Rýmið er fyrir þig að kanna þinn eigin líkama, skoða hugsanirnar & tilfinningarnar sem koma upp þegar þú hreyfir þig á ákveðinn hátt. Stoppa þegar þú þarft að stoppa & ferðast á þeim hraða sem þú ert tilbúin/n til.

Tónlistin verður geggjuð! Við verðum með lokuð augun því ferðalagið er fyrst og fremst til að tengjast okkur sjálfum. Við tengjumst hvoru öðru með því að upplifa saman allt það sem kemur upp á þessu ferðalagi.  

Ein besta gjöfin sem mér var gefin þegar ég var að fást við minn kvíða var þegar vinkona mín leiddi mig inn í dans & hreyfingu & hjálpaði mér þannig út úr takmörkunum & prísund hugans. Því að þegar við erum í ótta & skilyrðingum þá eigum við það til að frjósa eða flýja. Með hreyfingunni fór ég inn í tilfinninguna & í gegnum hana í staðin fyrir að festast.

Ég Lára leiði athöfnina ásamt vini mínum Benedikti Frey tónlistarmanni & jógakennara (mest þekktur sem Benni B-Ruff á skemmtistöðum landsins) en Benni mun sjá um tónlistina.

Við hefjum stundina á 100% hreinu súkkulaði & leiddri hugleiðslu til að tengjast líkamanum. Súkkulaðið er töframeðal náttúrunnar, hjálpar að opna hjartað & auka næmni & skynjun. Við endum síðan á djúpslökun með lifandi tónheilun frá Láru & Benna.

Lára Rúnarsdóttir er eigandi Móa studio, jógakennari, nemi í NA-Shamanisma, meðferðaraðili í höfuðbeina- & spjaldhryggjarmeðferð, tónlistarkona & kynjafræðingur. 

Hvenær: 29.sept kl. 20.00 - 21.30 /

Hvar: MÓAR STUDIO, Boltholti 4

Verð: 4900

Gott að koma í þægilegum fötum & með vatnsbrúsa.