
Möntrur, súkkulaði eða te, samvera & slökun fim 7.júlí frá kl. 20.00 - 22.00.
Hljómsveit kvöldsins skipa Lára Rúnars á harmonium & gítar, Arnar Gísla á trommur & Guðni Finnsson á bassa.
Ef þú elskar að syngja, ert hrædd/ur við að syngja, vilt opna röddina, opna tjáningu frá hjartanu, losa um stíflur vegna ósagðra orða eða bara ef þú vilt hafa gaman! Þá er þetta eitthvað fyrir þig. Þú stjórnar ferðalaginu & röddin er ávallt þín.
Við hefjum stundina á 100% hreinu súkkulaði eða Móa teblöndu & leiddri hugleiðslu til að tengjast líkamanum. Súkkulaðið er töframeðal náttúrunnar, hjálpar að opna hjartað & auka næmni skynjunnar.
Mantra þýðir frelsi hugans & er ótrúlega öflug leið til þess að komast í hugleiðsluástand & ferðast handan takmarkana hugans, út úr áhyggjum & ótta & inn í æðruleysi & frelsi. Kyrjaðar verða frumsamdar möntrur ásamt möntrum frá öllum heimshornum.
Lára Rúnarsdóttir er eigandi Móa studio, jógakennari, nemi í NA-Shamanisma, meðferðaraðili í höfuðbeina- & spjaldhryggjarmeðferð, tónlistarkona, kynjafræðingur ofl.
Hvenær: fim 7.júlí frá kl. 20.00 - 22.00
Verð: 4900
Staðsetning: MÓAR studio – Bolholti 4 105 RVK
Miðasala fer fram hér eða í gegnum moar@moarstudio.is
Vertu hjartanlega velkomin/n/ð!