
Fjögurra vikna námskeið þar sem við köfum inn í áhrif & gildi möntrusöngs. Mantra þýðir frelsi hugans & er ótrúlega öflug leið til þess að komast í hugleiðsluástand. Hún hjálpar okkur að ferðast handan takmarkana hugans, út úr áhyggjum & ótta og inn í samkennd & frelsi.
Við munum kynna okkur ólíkar nálganir að því að nota möntrur í okkar daglega lífi, kynnast fallegum melódíum við möntrum frá öllum heimshornum. Við ætlum að prófa að kyrja möntrur í ákveðið langan tíma, bæði einfaldar & flóknar möntrur. Fáum að kynnast dagsforminu okkar & skoða okkar helstu áskoranir þegar kemur að hugleiðslu & opnun raddarinnar. Við munum vinna með spuna og bænasöngva og semjum okkar eigin möntru.
Við byrjum tímann á að skála í 100% hreinu súkkulaði til þess að opna á skynjun & sköpun. Súkkulaðið er töframeðal náttúrunnar sem aðstoðar okkur dýpra inn möntruna & hugleiðsluna.
Lára Rúnarsdóttir kennir námskeiðið en Lára er eigandi Móa studio, jógakennari, meðferðaraðili í höfuðbeina- & spjaldhryggjarmeðferð, tónlistarkona, kynjafræðingur & með menntun í fornfræði.
4 vikur af gargandi snilld!
Hvar: MÓAR studio Boltholti 4 2.hæð
Hvenær: 6 - 27. okt
Kennt á föstudögum frá 14-15.30.
Verð: Snemmskráningsgjald 24.900 til 29. sept. Fullt verð 27.900.
Frítt í alla opna tíma MÓA á meðan á námskeiðinu stendur.
Tryggðu þér pláss hérna á síðunni eða sendu póst á moar@moarstudio.is fyrir aðra greiðsluleið.