MACRAMÉ NÁMSKEIÐ // 13. mars

MACRAMÉ NÁMSKEIÐ // 13. mars

Regular price
39.900 kr
Sale price
39.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Verið hjartanlega velkomin á 4 vikna námskeið í macramé hnýtingum á mánudagskvöldum frá 13. mars - 3. apríl með Heru Sigurðardóttur frá Flóð & fjöru. Öll velkomin, bæði þau sem þekkja macramé og þau sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Við hittumst á mánudagskvöldum frá kl. 20-22.

Hver þátttakandi hnýtir sitt eigið vegghengi, sitt eigið sköpunarverk á 60 cm viðarstöng, nokkrir litir í boði. Heilandi samverustund þar sem máttur handavinnunnar og sköpunarflæðið fær að njóta sín undir handleiðslu Heru. Byrjendur fá grunnkennslu.

Sköpun eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt. Að leggja af stað með hugmynd og ásetning en leyfa flæði hugans, hjartans og handanna að skapa verkið og treysta því að útkoman verði sú sem hún á að vera. Þetta er frelsandi gjörningur og útkoman er þín.

Hver stund hefst á hjartaopnandi kakóbolla og allur efniviður verður á staðnum. Þátttakendur fá einnig aðgang að öllum opnum tímum í Móum á meðan á námskeiðinu stendur.

Verðið er 39.900 kr.

Aðeins er pláss fyrir 10 manns

Um Heru og Flóð & fjöru. Hera er menntuð mannfræðingur og menningarmiðlari og hef alla tíð haft áhuga á alls konar handavinnu og sköpun. Hún hefur starfað með börnum, unglingum, ungu fólki og ferðafólki, allt störf sem krefjast mikillar skapandi hugsunar. Eftir að hafa kynnst macramé hnýtingum árið 2017 í kjölfar kulnunar og hef Hera nýtt þann farveg til að stunda handavinnu án þess að hugsa hvar verkið endar en þó innan ákveðins ramma, hlusta á innsæið og ígrunda lífið. Það veitir útrás, heilun og hugleiðslu.