Leiðin Tendruð - Hindranir sem gullnáma
Hvað er að vera á krossgötum?
Þegar hugur og hjarta togast á í nokkrar áttir, og innri áttavitinn er ekki eins áþreifanlegur og hann var aður. Við þekkjum allar þá tilfinningu að vera ekki vissar hvort að skrefin okkar séu okkar eða annara, hugmyndir, tilfinningar og hegðun geta verið úr takti við það sem við vitum innst inni að við erum.
Hvar er þessi skýra, glaðlynda, og forvitna kona sem þú þekktir, og hvers vegna er hún föst í hjólförum sem leiða ekki neitt?
Á þessu tveggja daga námskeiði erum við ekki með skref eitt, tvö og þrjú, heldur erum við að skapa grundvöll þess að þú getir heyrt betur í sjálfri þér, tekið skref út frá djúpri vissu í takt við þín sönnustu gildi. Það er ekki verið að tala í kringum efnið, heldur er upplifunin höfð í fyrirrúmi, svo að þátttakendur fái að finna svörin sín á eigin skinni.
Á þessu öfluga námskeiði skapa Ingeborg og Arna Rín samsuðu úr aðferðum markþjálfunar, yoga nidra og taugakerfis kenninga.
Þeirra leiðir hafa tvinnast saman í gegnum árin, og eiga þær það sameiginlegt að vera ævilangir lærisveinar vaxtar og sjálfs þroska. Stórar spurningar í kringum róttæka sjálfsábyrgð, lífsgildi, hindranir, sköpunarkraftinn og aðdráttarafl hugans hafa dregið þær saman. Úr hefur orðið kröftug blanda, þar sem þær tvinna saman hópmarkþjálfun, undirmeðvitundarvinnu, jóga nidra, taugakerfisvinnu og fleira, allt í rými einlægnis og hlustunar.
Vinnan snertir á öllum sviðum vitundar: meðvitund, undirvitund og líkamsvitund.
Þetta námskeið er fyrir þær konur sem eru tilbúnar að:
- Opna fyrir innri auðlindir fyrir varanlegar breytingar
- Skoða ný sjónarhorn á hindranir sínar og opna fyrir tækifæri
- Stíga inn í róttækann heiðarleika við sig sjálfar
- Nota undirvitundina sem gullnámu lausna
Námskeiðið verður haldið helgia 8. & 9. nóvember, kennt er frá kl. 13:00 - 15:30 báða dagana.
Staðsetning: Móar Stúdíó, Bolholti 4
Verð: 19.500
Innifalinn aðgangur í alla opna tíma Móa þessar tvær vikur.
Hægt að fá kvittun fyrir endurgreiðslu úr stéttarfélagi.