LÆKNINGAHJÓLIÐ - 8 vikna námskeið // 7. mars

Regular price
39.900 kr
Sale price
39.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Lækningahjólið

Lækningahjólið með Kristjönu er 8 vikna ferðalag um 7 áttir lækningahjólsins. Námskeiðið er kennt á föstudögum kl. 18:30-20:30 frá 7. mars - 2. maí. 

Á þessu námskeiði munum við kynnast lækningahjólinu. Hvaðan það kemur, hvað það er og hvernig við vinnum með það. Lækningahjólið er almennt, persónulegt og andlegt hjól ótengt tíma og rúmi sem býður upp á marga möguleika til úrvinnslu. Í því felst heilun, vernd og vöxtur.

Hjólið eru 7 áttir - höfuðáttirnar fjórar, ásamt móður jörð, föður himin og spirit eða hinum heilaga anda. Hver átt býr yfir ákveðinni orku, tengingu og tækifærum en innan hverrar áttar má svo finna einstaka hæfileika, verndara, hjálpara, jurtir, dýr og margt fleira sem geta birst þér persónulega á þínu eigin ferðalagi þessa námskeiðs.

Í hverri viku munum við heimsækja eina átt fyrir sig og vinna með orku hennar í viku í senn. Hvað hún býður upp á almennt séð, hver persónulega orkan hennar er og hvernig við getum greint hana þegar hún birtist í lífi okkar.

Vika 1 - Austur

Vika 2 - Suður

Vika 3 - Vestur

Vika 4 - Norður

Vika 5 - Móðir jörð

Vika 6 - Faðir himinn

Vika 7 - Heilagur andi

Vika 8 - Lækningahjólið í heild

Við hefjum stundina á 100% hreinu súkkulaði til að tengjast líkamanum. Súkkulaðið er töframeðal náttúrunnar, hjálpar að opna hjartað & auka næmi & skynjun. Þaðan opnum við áttirnar okkar til verndar og fræðumst um átt vikunnar í gegnum fyrirlestur og draumferð. Við endum síðan stundina á jarðtengingu og tónum.

Draumferð (Shamanic journey) er áhrifarík trommuleiðsla til þess að komast í djúpt hugleiðsluástand. Í þessu ástandi verður örlítið auðveldara að heyra & skynja framhjá rökhugsun & skvaldri hugans & þannig komast í dýpri samskipti við innri viskuna okkar og þar með áttirnar. Shamanic Journeying hefur verið notað gegnum aldirnar til þess að heila, taka á móti skilaboðum & til þess að öðlast mátt til þess að sjá skýrar & yfirstiga hindranir í lífinu. Í ferðalaginu er talað um að vitundin eigi samskipti við andans heima, leiðbeinendur, máttardýr & kennara. Ferðalagið er djúpt & skilaboðin geta borist í formi tákna eða myndlíkinga sem munu skýrast með tímanum.

Kristjana Jokumsen leiðir námskeiðið. Kristjana er uppeldis-, menntunar- og fötlunarfræðingur sem hefur lokið námi í stjórnenda markþjálfun. Hún er Reiki meistari og Kundalini heilari. Ásamt því er hún höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferðaraðili, með menntun í NA Shamanisma sem og hún er Yin yoga og - Nidra kennari. Kristjana vinnur með hjólið daglega og veitir andlega ráðgjöf fyrir þá sem vilja tengjast sinni innri visku.

Gott að mæta með vatnsbrúsa, í þægilegum fötum & með skriffæri & dagbók. Það getur verið mjög gott að skrifa strax niður það sem kemur í gegn.

Verð: 39.900.
Áskriftahafar fá 30% afslátt af námskeiðinu, fólk með örorku, námsfólk og heldra fólk fær 10% afslátt af námskeiðinu. Hafið þá samband í gegnum moar@moarstudio.is. 

Skráning hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is