KYRRÐAR- & SLÖKUNARHELGI Í KJARNHOLTI // 18-20 nóv

KYRRÐAR- & SLÖKUNARHELGI Í KJARNHOLTI // 18-20 nóv

Regular price
25.000 kr
Sale price
25.000 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

MÓAR studio bjóða upp á heila helgi (18 - 20. nóv) af slökun, kyrrð & heilun í gegnum eldathöfn, náttúru, jóga, shamanísk ferðalög, kakóathafnir & tónlist. Í boði verður heilnæmt grænmetisfæði (þrjár máltíðir á dag). Á staðnum er sundlaug, pottur & gufa. Birkihof (Sacred Seed) er dásamlega fallegt setur rétt fyrir utan Laugavatn.

Drög að dagskrá:

Föstudagur:
16.00 Mæting & skipan í herbergi
16.30 Kakóathöfn
19.00 Matur
20.30 Eldathöfn

Laugardagur (DVELJUM Í ÞÖGN fram að KVÖLDMAT)
9.00 Mjúkt jóga & hugleiðsla
10.15 Morgunmatur
11.30 Kakóathöfn 
13.00 Hádegismatur
14.00 Ganga // hreyfing
15.30 Flot & tónheilun í vatni
16.30 Fjáls tími
19.00 Matur
21.00 Shamanískt ferðalag & djúpslökun

Sunnudagur
9.00 Mjúkt jóga & hugleiðsla
10.15 Morgunmatur
11.30 Kakóathöfn
13.00 Hádegismatur
14.00 Tékk out & hang out

Verð: 65.000 

Tryggðu þér pláss með því að greiða 25.000 kr staðfestingargjald hér:

*Hægt að skipta restinni af greiðslunni í tvennt sé þess óskað.

Kennarar helgarinnar & rýmishaldarar eru Lára Rúnarsdóttir & Inga Birna Ársælsdóttir, sem sér um að kokka ofan í okkur dýrindis máltíðir.

Lára Rúnarsdóttir er eigandi MÓA studio, tónlistarkona, frumkvöðull & meðferðaraðili í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun. Lára er jógakennari, tónheilari & með menntun í NA-Shamanisma.

Inga Birna Ársælsdóttir er jógakennari & menntuð í NA- Shamanisma, ásamt því að vera með réttindi til styrktar & næringaþjálfunar. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að hljóta svarta beltið í Brazilísku jiu jitsu (BJJ) og hefur alla tíð lagt mikla áherslu á andlega & líkamlega rækt.

Verið svo velkomin <3