KVIKUSKRIF með Guðrúnu Evu Mínervudóttur er fjögurra vikna námskeið í Móum Studio. Kennt á miðvikudögum frá kl. 18:30-20:30 frá 5. - 26. febrúar.
Vikuleg skrif inn að kviku, heimaverkefni i á milli tíma og upplestur og deiling á skrifum í hverjum tíma. Við skrifum okkur heim að einlægni, forvitni & berskjöldun. Kvikuskrif inn að því sem hreyfir við eða situr fast, skrif sem koma auðveldlega og skrif sem krefjast hugrekkis og þess að við yfirstígum hindranir og treystum röddinni sem kemur í gegn.
Við hugsum kvikuskrifin sem skrif til birtingar á hvern þann háttinn sem þátttakandi kýs. Þannig að við erum að fara frá dagbókarskrifum þar sem orð liggja í felum yfir í að leyfa þeim að heyrast.
Í hverjum tíma eru skrifin og lesturinn rammaður inn af hugleiðslu, kakóathöfn og djúpslökun við lifandi tónlist.
Ferlið getur verið afar heilandi og djúpt, það getur hreyft við á óþægilegan hátt. Það getur vakið upp eitthvað gamalt sem og tendrað eitthvað stórbrotið sem legið hefur í dvala.
Trúnaði er heitið og biðjum við þátttakendur að virða það.
Guðrún Eva leiðir námskeiðið, leiðir þátttakendur inn að skrifum og stjórnar lestri og deilingu. Lára Rúnars styður við ferlið í gegnum hugleiðslu og slökun.
Guðrún Eva er rithöfundur og ritlistarkennari
Lára Rúnars er eigandi Móa, tónlistarkona, kynjafræðingur, jógakennari og meðferðaraðili.
Verð 37.000 & innifalið aðgangur að öllum opnum tímum Móa Studio á meðan á námskeiði stendur.
20% afsláttur fyrir áskriftahafa. 15% afsláttur fyrir fólk með örorku, námsfólk & heldra fólk.