
KVIKUSKRIF með Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Láru Rúnarsdóttur er fjögurra vikna námskeið í Móum Studio. Kennt er á þriðjudögum frá kl. 18:30-20:30 (gott að gera ráð fyrir 30 mín aukalega ef þarf) frá 13. maí – 3. Júní. Hámarksfjöldi er 15 manns.
Fyrsti tíminn leiðir okkur inn að kviku með hugleiðslu, verkefnum, deilingu og slökun. Á milli tíma skrifum við okkur dýpra, en í samverunni við eldinn fáum við tækifæri til að deila og hlusta á kvikuskrif annarra. Fimm lesa upp í hverjum tíma og eftir hvern upplestur eru umræður um textann sem Guðrún Eva leiðir. Samræðan er römmuð inn af hugleiðslu, kakóathöfn og djúpslökun við lifandi tónlist.
Við lítum á kvikuskrifin sem bókmenntatexta, skrifaðan með áheyrendur og lesendur í huga. Því færum við okkur frá dagbókarskrifum, þar sem orð liggja í felum, yfir í það að snerta aðrar sálir með orðum sem fá að sjást og heyrast.
Ferlið getur verið afar heilandi og djúpt, það getur hreyft við á óþægilegan hátt eða mýkt gamlar sorgir. En það getur einnig tendrað eitthvað stórbrotið sem legið hefur í dvala.
Trúnaði er heitið og biðjum við þátttakendur að virða það.
Guðrún Eva og Lára Rúnars leiða saman hesta sína á þessu námskeiði sem þær hafa í hyggju að halda áfram að móta og fága eftir leiðbeiningu og hollráðum ykkar sem takið þátt.
Guðrún Eva er rithöfundur og ritlistarkennari
Lára Rúnars er eigandi Móa, tónlistarkona, kynjafræðingur og jógakennari.
Verð 49.000 & innifalið aðgangur að öllum opnum tímum Móa Studio á meðan á námskeiði stendur. Hægt er að fá kvittun fyrir endurgreiðslu úr stéttarfélagi.
20% afsláttur fyrir áskriftahafa. 10% afsláttur fyrir fólk með örorku, námsfólk & eldra fólk.
Umsagnir með síðasta námskeiði KVIKUSKRIFA.
“Kvikuskrif er námskeið sem leiddi mig nákvæmlega þangað sem ég vildi fara. Mig langaði að komast að því hvað ég þyrfti að segja, finna leið að því sem mér lá helst á hjarta og skapa frásögn, mína sögu og segja hana upphátt. Þær Lára og Guðrún Eva veittu mér einstaka umgjörð og leiðsögn, örugga leið til að komast nær sjálfri mér og trúa á sköpunarkraftinn innra með mér. Þetta er námskeið fyrir þau sem vilja skrifa af einlægni og alvöru, hvort sem það er fyrir sig sjálf eða allan heiminn.” – Ágústa
“Það sem námskeiðið KVIKUSKRIF gaf mér var ekki bara tækifæri til þess að æfa ritað mál, heldur líka ró og öryggi til þess að tjá mig í hóp - líka um þetta erfiða. Þegar ég hlustaði á allar þessar konur sem sóttu námskeiðið með mér lesa textana sína, þá hugsaði ég aftur og aftur; vá hvað rödd kvenna þarf að heyrast í meira mæli! Þetta hráa, ófullkomna, fjölbreytta og magnaða. Vá vá vá hvað þetta eru magnaðar konur sem sóttu námskeiðið og vá hvað Lára og Guðrún Eva hafa skapað fallegt og umvefjandi umhverfi, svo við treystum okkur til þess að deila erfiðri og allskonar reynslu hver með annari. Takk fyrir mig! “ - Heiðrún