KvennaRitual // skrif - söngur - draumferð // 11. júní

KvennaRitual // skrif - söngur - draumferð // 11. júní

Regular price
5.900 kr
Sale price
5.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

KvennaRitual fer fram í Móum þri 11. júní frá kl. 20.00 - 22.00. Kvöldstund þar sem við fáum tækifæri á að sitja í tengingu, skynjun og hlustun á hið innra, hið óséða og spinnum örlagaþræði okkar þaðan. Þar sem við opnum á ritual fyrir bænir og óskir og biðjum fyrir vernd. Við spyrjum okkur hvað er það sem við viljum raunverulega verja tíma okkar í, hvað veitir okkur ánægju og gleði og hvað eykur á tengsl okkar við lífið sjálft. 

Við hefjum kvöldið á uppáhalds kakói Láru, Ecuador Nacional sem kemur frá móður allra Kakaó plantna, sitjum með því og hver annarri og njótum þess að láta líða úr okkur spennu og streitu. 

Kvöldið mun innihalda söng, shamaníska draumferð, trommuferðalag og slökun. 

Lára leiðir kvöldið, hún er eigandi Móa, jógakennari, tónlistarkona, kynjafræðingur, meðferðaaðili í höfuðbeina- & spjaldhryggsjöfnun og með menntun í NA- Shamanisma. 

Velkomnar! Tryggðu þér pláss hér á síðunni.