KVENHEILSA * styrkur * slökun * stöðugleiki // 4 vikna námskeið // 12. mars

Regular price
27.900 kr
Sale price
27.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

KVENHEILSA * styrkur * stöðugleiki * slökun // 4 vikna námskeið fyrir konur með Maríu. Á miðvikudögum í mars (12. mars - 2. apríl) frá kl 19:30 - 21:30. 

Í hverjum tíma verður fræðsla eftir þema vikunnar, hreyfing & styrkjandi æfingar fyrir stoðkerfið, djúpslökun með jóga nidra, teygjur & mýkt fyrir bandvefinn.  

Viltu fræðast um kvenlíkamann?

Styrkja stoðkerfið í nærandi & rólegu andrúmslofti?

Þjálfa líkamann með öruggri handleiðslu sjúkraþjálfara?

Finna djúpslökun, upplifa ró með jóga nidra?

Þjálfa grindarbotnsvöðvana, bæta jafnvægi í grindarbotni?

Styrkja miðjuna frá grunni?

Dýpka tenginguna við líkamann?

Efla líkamsvitund, bæta líkamsstöðuna & líkamsbeitingu?

Losa um spennu, mýkja bandvefinn?

Allt þetta, í nærandi umhverfi, í hlustun við þinn líkama.

Námskeiðið hentar konum á öllum aldri með mismunandi bakgrunn. Því miður er ekki hjólastólaaðgengi í húsinu. 

Námskeið fyrir konur sem eru að byrja að hreyfa sig. Fyrir þær sem eru í hreyfingu en vilja dýpka tengingu við líkamann og fræðast dýpra. Fyrir þær sem finna sig ekki í almennri hreyfingu / líkamsrækt. Líka fyrir þær með næmt taugakerfi, viðkvæmt stoðkerfi eða verki, með einkenni frá grindarbotni. 

Tilvalið fyrir mæður að fara af stað eftir meðgöngu & fæðingu. 

Þema námskeiðsins:

1: Stoðkerfið & líkamsstaðan. 
2: Miðjan & mjaðmir: kvið & bakvöðvar.
3: Mjaðmagrindin & grindarbotninn. 
4: Háls, axlagrind, herðar. 

Hver tími hefst á stuttri hugleiðslu. Farið verður yfir fræðin og konur fá rými til að upplifa þemað í eigin líkama. Hreyfingin tekur við með upphitun og góðri blöndu af styrkjandi æfingum og mýkjandi hreyfiteygjum. Hver tími endar á slökun með jóga nidra. 

Námskeiðið í heild, og hver tími, verður leiddur í hlustun við hópinn og mun taka mið af hópnum. 

Eftir námskeiðið geta konur haft með sér æfingasafn að vinna með í framhaldinu. 

María Carrasco leiðir námskeiðið. 
Hún er sjúkraþjálfari með fókus á kvenheilsu. Hún hefur góða reynslu og víðtæka þekkingu á stoðkerfinu, bakvandamálum, þjálfun fyrir miðjuna og hefur mikið unnið með fólki með viðkvæmt tauga - og stoðkerfi, með króníska verki.

María er jóga nidra kennari, doula, dansari, meðferðaraðili í höfuðbeina - spjaldhryggjarmeðferð og tónheilun. Hún heldur viðburðaröðina Konur í Náttúrunni í samvinnu við Móa stúdíó. 

Verð: 27.900 & innifalið í verði er aðgangur að öllum opnum tímum Móa á meðan námskeiðið stendur. 

Áskriftahafar fá 25% afslátt af námskeiðinu, fólk með örorku, námsfólk og heldra fólk fær 15% afslátt af námskeiðinu. Hafið þá samband í gegnum moar@moarstudio.is.