Ert þú í tengingu við þína kynveru?
Ertu sátt með það kynlíf sem að þú ert að stunda, með þér eða öðrum?
Þorir þú að segja hvað þig langar til að upplifa í kynlífi og setja mörk?
Á þessu námskeiði munum við:
- Skoða hverjar við erum sem kynverur & komast í dýpri tengingu við langanir, þrár & mörk.
- Fá fræðslu um líffræðina til þess að þekkja & skilja betur líkamann og geta þaðan kannað olík svæði hans.
- Vinna með MEBES hjólið sem hjálpar okkur við að tengjast huga okkar, tilfinningum, líkama, orku og sál.
- Kynnumst núvitundar- & öndunaræfingum sem hjálpa okkur inn í tengsl & örvun.
- Skoða skynfærin okkar og hvernig þau geta hjálpað okkur til þess að njóta kynlífs betur.
- Skoða söguna okkar sem kynverur og hvernig við hugsum til líkama okkar.
Við munum hefja hverja stundina á því að fá okkur 100% hreint kakó en súkkulaðið er töframeðal náttúrunnar og hjálpar okkur við að opna hjartað & auka næmni skynjunnar.
Við heitum trúnaði með það sem okkur fer á milli, hvatt er til að hlusta á sín innri mörk, hver æfing er valfrjáls og er rýmið sjálft ekki kynferðislegt. Það er engin kvöð um að deila og allar eru þarna á sínum forsendum. Hver tími endar á hugleiðslu og slökun.
Það sem námskeiðið getur fært þér:
- Dýpri skilning og umburðarlyndi í eigin garð
- Tengingu við kynorkuna & skilningi á hvernig líkaminn virkar
- Verkefni & verkfæri til þess að iðka heima
- Þjálfun í að orða langanir & mörk
- Speglun á reynslu & upplifunum annarra kvenna í rýminu
- Minni skömm & aukinn unað.
Námskeiðið er fyrir konur 18 ára & eldri.
Kennari námskeiðisin er Kristín Þórsdóttir. Kristín Þórsdóttir (Stína) er stofnandi og eigandi Eldmóðurs ehf. Einnig er hún kennari í Móum og hefur haldið fjöldan allan af námskeiðum og viðburðum þar. Hennar helsta ástríða er hvernig við getum tengst sjálfum okkur og líkama okkar á dýpri hátt. Hver við erum þegar að við látum grímurnar okkar falla niður og sitjum með sjálfum okkur og finnum fyrir kjarnanum. Hvernig við getum öðlast hugrekki til þess að fara okkar eigin leiðir og fylgja hjartanu okkar, neistanum og löngun.
Kristín starfar sem vottaður markþjálfi en hún lauk grunn og framhaldsnámi í Evolvia. Einnig lauk hún tveggja ára fjarnámi frá Sexcoach og útskrifaðist þaðan sem vottaður kynlífs markþjálfi í febrúar 2021. Kristín hefur haldið fjöldan allan af fyrirlestrum, námskeiðum og viðburðum. Hún hefur lokið námskeiði frá Om Sound Medicine Training Program Level 1 hjá Saraswati OM. Kristín er einnig með menntun í NA-Shamanisma (Otter Dance School of earth medicina).
Verð: 29.900
Frítt er í alla opna tíma í Móum á meðan að námskeiðinu stendur.
25% afsláttur fyrir áskriftahafa // 15% afsláttur fyrir námsfólk, fólk með örorku og heldra fólk. Fyrir afsláttinn sendið línu á moar@moarstudio.is.
Tryggðu þér pláss hér eða sendu póst á moar@moarstudio.is
Umsagnir frá síðasta námskeiði:
"Námskeiðið Kveiktu á þér fyrir þig gaf mér dýpri skilning á kynorkunni minni og tilfinningum mínum. Ávinningurinn fyrir mig persónulega var svo eftir var tekið. Það var magnað að fara í gegnum tímana og verkefnin og sjá marga þætti í manns eigin sögu tengjast og fá svör sem maður vissi ekki að maður hefði spurningu við. Kristín er mögnuð að halda öruggu rými í viðkvæmum aðstæðum þar sem traust ríkir og engin kvöð að gera neitt nema á eigin forsendum. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir konur sem vilja valdefla sig og stíga skref tilbaka í kjarnann sinn."
"Ótrúlega áhrifaríkt námskeið sem opnaði fyrir mér nýja vídd sem kynveru! Kristín leiðir þig áfram í öruggu rými & fullkomnu trausti með sinni einstöku nærveru. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir allar konur sem vilja gefa sér þá gjöf að kynnast sjálfri sér sem kynveru á djúpan & einlægan hátt. Námskeiðið er krefjandi en Kristín leiðir þig áfram á þínum eigin hraða með dýrmætan stuðning & skilning"
"Þetta var alveg magnað námskeið! Það var svo gott að kafa svona ofan í kynorkuna og hvað það það er í dags daglegu lífi sem er að hafa áhrif á okkur. Mér fannst ótrúlegt hvað við náðum að fara djúpt á stuttum tíma. Kristín hélt svo vel utan um okkur og mér fannst ég geta mætt í fullkomnu trausti frá fyrsta tíma. Takk innilega fyrir mig. Mæli svo með þessu námskeiði!"
"Viðfangsefni námskeiðsins á mikilvægt erindi til allra kvenna og ég mæli heilshugar með því að hver einasta kvenvera kynnist sér og tengist á nýjan, djúpan og heilandi hátt. Það gefur nýuppgötvaðan mátt. Kristín er fagleg og fræðandi og kemur efnistökum námskeiðsins vel frá sér. Hún heldur utan um hópinn og rýmið af alúð og styrk og vakti það hjá mér traust og hugrekki til að fara stór skref út fyrir öryggismottuna. "