KONUR Í NÁTTÚRUNNI - VOR // mið 1. maí

KONUR Í NÁTTÚRUNNI - VOR // mið 1. maí

Regular price
10.900 kr
Sale price
10.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Hjartanlega velkomnar í innilegt ferðalag í upphafi vorsins, í kakóserimóníu í Móum stúdíó og Rjúkandi Móagusu úti við hafið.

Hér fáum við rými til þess að tengjast náttúrunni, okkur sjálfum, nærast á líkama & sál, heyra í innsæinu, opna okkur fyrir vorinu & vökva fræin fyrir vaxandi ljósi, jarðtengja & finna andann.

Við hefjum daginn saman á serimóníu inni í Móum stúdíó þar sem við bjóðum upp á 100% hreint kakó, hugleiðslu, innra ferðalag með jóga nidra, djúpslökun og tónabaði, í nærandi samveru með konum. Rjúkandi Móagusan tekur á móti okkur með svitahofi við Skarfaklett, svitnum með eldinum í hitanum, göngum í fjörunni og kælum í köldum sjó undir berum himni.

María Carrasco & Inga Birna Ársælsdóttir leiða viðburðinn og taka innilega á móti ykkur miðvikudaginn 1. maí kl. 16:00 - 19:30.

Takmarkað pláss er fyrir þennan viðburð - hér á síðunni getur þú bókað þitt pláss. 

Verð 10.900 kr. 

Kærar kveðjur ❤️

María, Inga Birna, Móar stúdíó 

// 

KONUR í náttúrunni er lifandi viðburðaröð sem slær í takt við árstíðir & náttúru landsins: Serimóníur,  ævintýri úti í móa, í nánd við jörðina & fossana, svitahof & sjóböð, í nærandi samveru með konum, ræktandi innri tengingu, frelsi & samband við jörðina. Hugmyndin kviknaði árið 2022 hjá Maríu Carrasco & Láru Rúnarsdóttur og hafa þær haldið úti ýmsum formum af viðburðum & námskeiðum með konum í náttúrunni.