KONUR Í NÁTTÚRUNNI // v a t n - Þingvellir & Fontana Spa // mið 27. nóv

KONUR Í NÁTTÚRUNNI // v a t n - Þingvellir & Fontana Spa // mið 27. nóv

Regular price
13.900 kr
Sale price
13.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

María og Lára bjóða upp á athöfn á Þingvöllum og Laugavatni miðvikudaginn 27. nóv frá kl. 17.00 - 21.00.

Við ætlum að umvefja okkur náttúrunni og tengjast vatninu. Frumkrafturinn vatn er alltumlykjandi, kröftugt og auðugt á Íslandi. Við ætlum að helga þetta ævintýri tengingunni við vatnið og nærast djúpt á líkama og sál, huga & hjarta. 

Kakóathöfn við Þingvallavatn, umvafðar tærleika vatnsins og fegurð náttúrunnar. Fáum tækifæri til þess að drekka vatn beint úr uppsprettu jarðar. 

Léttar veitingar, samlokur, tesopi með íslenskum jurtum, ávextir, hnetur og fræ. 

Í Fontana Spa bráðnum við í heitu vatni, hreinsum í jarðhitagufu og saunu og kælum í Laugavatni. Boðið verður upp á flot í volgri laug undir berum næturhimni fyrir þær sem kjósa, ásamt léttri cranio snertingu. 

Lagt er af stað kl. 16.30 & reynum við að sameinast í bíla.

Verð: 13.900 (innifalin athöfn, kakó, léttar veitingar og aðgangur í Fontana)

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Lára er jógakennari, tónlistarkona & kynjafræðingur með menntun í sjamanisma & höfuðbeina- & spjaldhryggsjöfnun. María er dansari, sjúkraþjálfari,  jóga nidra kennari & doula. Hún sérhæfir sig í kvenheilsu, er með menntun í höfuðbeina- & spjaldhryggsjöfnun og elskar að halda rými fyrir fólk að dýpka tengslin við sig sjálft, náttúruna & lífið. 

KONUR í náttúrunni er lifandi viðburðaröð sem slær í takt við árstíðir & náttúru landsins: Serimóníur,  ævintýri úti í móa, í nánd við jörðina & fossana, svitahof & sjóböð, í nærandi samveru með konum, ræktandi innri tengingu, frelsi & sambandið við jörðina. Hugmyndin kviknaði árið 2022 hjá Maríu Carrasco & Láru Rúnarsdóttur og hafa þær haldið úti ýmsum formum af viðburðum, ævintýrum & námskeiðum með konum í náttúrunni.