KONUR Í NÁTTÚRUNNI // Þingvellir // mið 18. júní
KONUR Í NÁTTÚRUNNI // Þingvellir // mið 18. júní
  • Load image into Gallery viewer, KONUR Í NÁTTÚRUNNI // Þingvellir // mið 18. júní
  • Load image into Gallery viewer, KONUR Í NÁTTÚRUNNI // Þingvellir // mið 18. júní

KONUR Í NÁTTÚRUNNI // Þingvellir // mið 18. júní

Regular price
7.900 kr
Sale price
7.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

María og Lára bjóða í sumarsólstöðu athöfn á Þingvöllum miðvikudaginn 18. júní.
Við ætlum að umvefja okkur náttúrunni, baða okkur í kröftum ljóss & sumars og tengjast töfrum Þingvallavatns.
Ljósið, sólin & dagurinn er að ná hámarki, öll náttúran víbrar af lífi, allt er í blóma og grænu tónarnir geisla sínu fegursta. Við ætlum að helga þetta ævintýri tengingunni við sumarsólstöður.
Frumkrafturinn vatn er alltumlykjandi, kröftugt og auðugt á Íslandi. Hér fáum við rými til þess að tengjast einu magnaðasta vatni landsins og nærast djúpt á líkama og sál, huga & hjarta. Fáum tækifæri til þess að drekka vatn beint úr uppsprettu jarðar og spegla okkur í náttúrunni & ljósinu, árstíðinni - Í sumarsólstöðum!
Dagskrá: Létt náttúruganga, kakóathöfn við Þingvallavatn, hugleiðsla - slökun - tónabað í rjóðri, konuhringur í kyrrðinni, umvafðar tærleika vatnsins og fegurð náttúrunnar.
Í boði verða léttar veitingar, samlokur, tesopi með íslenskum jurtum, ávextir, hnetur og fræ.
Lagt er af stað kl. 16.30 & reynum við að sameinast í bíla.
Verð: 7.900 (innifalin athöfn, kakó, léttar veitingar)
❤
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Skráning fer fram hér:
https://shop.moarstudio.is/.../konur-i-natturunni...
Lára er jógakennari, tónlistarkona & kynjafræðingur með menntun í sjamanisma & höfuðbeina- & spjaldhryggsjöfnun. María er dansari, sjúkraþjálfari, jóga nidra kennari & doula. Hún sérhæfir sig í kvenheilsu, er með menntun í höfuðbeina- & spjaldhryggsjöfnun og elskar að halda rými fyrir fólk að dýpka tengslin við sig sjálft, náttúruna & lífið.
KONUR í náttúrunni er lifandi viðburðaröð sem slær í takt við árstíðir & náttúru landsins: Serimóníur, ævintýri úti í móa, í nánd við jörðina & fossana, svitahof & sjóböð, í nærandi samveru með konum, ræktandi innri tengingu, frelsi & sambandið við jörðina. Hugmyndin kviknaði árið 2022 hjá Maríu Carrasco & Láru Rúnarsdóttur og hafa þær haldið úti ýmsum formum af viðburðum, ævintýrum & námskeiðum með konum í náttúrunni.