Lára og María bjóða konur innilega velkomnar í serimóníu og svitabað í Skerjafirði miðvikudaginn 13. nóv frá kl. 19.00 - 21.00.
Kakóathöfn & kröftug Gusa inn í og með lækningahjólinu. Hreinsun á HUGA – TILFINNINGUM – LÍKAMA – ANDA. Fjórar hreinsandi lotur. Tækfæri til þess að kæla með vindi eða vatni á milli.
Viltu vera með?
❤
Verð: 8900
Við hlökkum til að sjá ykkur ❤
Lára er jógakennari, tónlistarkona & kynjafræðingur með menntun í sjamanisma & höfuðbeina- & spjaldhryggsjöfnun. María er dansari, sjúkraþjálfari, jóga nidra kennari & doula. Hún sérhæfir sig í kvenheilsu, er með menntun í höfuðbeina- & spjaldhryggsjöfnun og elskar að halda rými fyrir fólk að dýpka tengslin við sig sjálft, náttúruna & lífið.
KONUR í náttúrunni er lifandi viðburðaröð sem slær í takt við árstíðir & náttúru landsins: Serimóníur, ævintýri úti í móa, í nánd við jörðina & fossana, svitahof & sjóböð, í nærandi samveru með konum, ræktandi innri tengingu, frelsi & sambandið við jörðina. Hugmyndin kviknaði árið 2022 hjá Maríu Carrasco & Láru Rúnarsdóttur og hafa þær haldið úti ýmsum formum af viðburðum, ævintýrum & námskeiðum með konum í náttúrunni.