VOR
vorið vaknar
vindar hlýna
gróður kviknar
von í hjarta
Velkomnar í vorævintýri & athöfn með konum í náttúrunni.
María og Lára leiða förina um fagra grundu í nágrenni Hveragerðis.
Jarðhiti, heitt vatn, kalt vatn,
konur með kakó.
Bráðna saman við náttúruna, anda léttar.
Heyra í innsæinu, vera til.
Finna andann, lífið í líkamanum.
Hugleiða, ganga með mosanum.
Gleyma sér hér.
Dagskrá: Verður í takt við veður og vinda og auglýst þegar nær dregur.
Hvar: Við hittumst í Hveragerði, staðsetning send þegar nær dregur.
Hvenær: Við byrjum kl. 13.00 laugardaginn 26. apríl
VERÐ: 6900.-
Skráning hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is
Hvað tek ég með: Hlý klæði eftir veðri, bolla undir kakó, vatnsflösku, sundföt.