Konur í náttúrunni bjóða í ævintýralega dagsferð í Hvalfirði sunnudaginn 13.júlí.
Hér fáum við tækifæri til þess að tengjast náttúrunni, anda dýpra, njóta fegurðar, vekja skynfærin, tengjast hjartanu og hafa gaman í nærandi samveru með konum.
María Carrasco & Rebekka Levin leiða förina:
Gönguferð í fagurri náttúru Hvalfjarðar. 60 - 90 mín ganga i nálægð við tré, vatn & gróður, upp hóla, hæðir og niður aftur.
Kakóserimónía í fallegu rjóðri, konur í hring. Boðið verður upp á 100% hreint ceremonial kakó, hugleiðslu inn á við, í tengingu við hjartað og innsæið, í átt að dýpri tengingu við þig sjálfa, náttúruna og landið.
Jóga nidra í villtri náttúru, í hlýjum mosanum, í faðmi jarðar. Rýmið til að slaka djúpt, vera hér, ferðast handan hugans, tengjast andanum og draumunum. Finna sumarkraftana og nærast í náttúrunni.
Náttúrubað í vatnaparadís. Fossarnir, áin, kristaltæra íslenska vatnið. Hér geta konur baðast, hoppað í hylinn, legið í sólbaði, drukkið hreina vatnið og notið náttúrunnar.
Hvenær: 13. júlí, lagt af stað kl. 12 úr Reykjavík.
Lagt af stað kl. 17 úr Hvalfirði.
Verð: 7.900.-