KONUR DANSA // 27. sept

KONUR DANSA // 27. sept

Regular price
3.900 kr
Sale price
3.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Langar þig að koma saman með konum í stund af frjálsum dansi og djúpslökun?
Stundin hefst á hreinu súkkulaði eða Móatebolla. Við tekur leidd hugleiðsla og mjúkt hreyfi flæði sem aðstoðar við að jarðtengja og lenda í líkamanum. Við beinum hlustun og skynjun inn á við og sköpum rými fyrir líkamann að ráða för og dansa án leiðbeininga eða strúktúrs. Stundinni lýkur í kyrrð með djúpslökun og lifandi tónum.
Vigdís Diljá mun leiða stundina. Vigdís er með menntun í jóga fræðum, höfuðbeina -og spjaldhryggjarmeðferð og sjónlist. Hún leggur áherslu í sinni kennslu á að dýpka tengingu við líkamann, sköpunarkraftinn og innri visku. Hún vinnur með tónlist, opnun raddarinar, dans, hugleiðslu og djúpslökun.
Verð: 3900
Hvenær: Þri 27. september kl. 20.00 - 21.30
Hvar: MÓUM studio, Bolholti 4, 2. hæð.
Hjartanlega velkomin <3