KONUR Á TRÚNÓ um kynlíf, nánd, mörk & unað // 4. okt

KONUR Á TRÚNÓ um kynlíf, nánd, mörk & unað // 4. okt

Regular price
3.900 kr
Sale price
3.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Langar þig að fræðast um kynlíf, nánd, mörk & unað?

Langar þig sitja í hring með öðrum konum & ræða um þessi mál, spyrja spurninga & heyra hvað aðrar eru að upplifa? Undir handleiðslu Kristínu Þórsdóttur, kynlífsmarkþjálfa. 

Konur á trúnó, sem haldið verður þri 4. okt frá kl. 20.00 - 21.30, er rými fyrir allskonar konur til spjalla um allt sem viðkemur kynlífi & nánd. Við heitum trúnaði & fáum tækifæri til þess að spegla okkur í öðrum konum. Konur á trúnó verða mánaðarlegir viðburðir í Móum & hefur hvert kvöld sitt einstaka þema.

Þema kvöldsins 4. okt er SJÁLFSFRÓUN 

Hver stund hefst á 100% hreinu súkkulaði frá Guatemala eða Móateblöndu. Bæði hefur þann mátt að jarðtengja & aðstoða okkur að dvelja & deila frá hjartanu. Þaðan er stutt innlegg/fræðsla frá Kristínu Þórs út frá þema kvöldsins, áður en orðið er gefið laust. Hver & ein hefur val um hvort & hverju hún deilir & hefur alltaf val um að stíga út úr hringnum ef hún finnur sig ekki örugga eða ef umræðan veldur ónotum. Reynsla okkar & upplifanir eru mismunandi & borin er full virðing fyrir mörkum hverrar og einnar. 

Kvöldið endar á leiddri hugleiðslu & slökun. 

Kristín Þórsdóttir og er stofnandi og eigandi Eldmóðurs fræðsluseturs ehf. Hún starfar þar sem vottaður markþjálfi og kynlífs markþjálfi. Kristín hefur haldið marga fyrirlestra og námskeið og er hennar helsti ástríða hvernig við getum tengst okkur sjálfum og líkama okkar á dýpri hátt. Einnig er hún með menntun í NA-shamanisma.

Skráning fer fram hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is

Vertu hjartanlega velkomin <3