Næsta möntrukvöld Móa fer fram fimmtudaginn 3. okt frá kl. 20-22.
Við heiðrum lífið, röddina okkar, melodíuna sem snertir við ákveðnum strengjum og orðum sem hafa verið kyrjaðar með góðum ásetningi í gegnum aldirnar. Við biðjum fyrir vernd og friði og förum með ríka meðvitund inn í sönginn. Við skoðum hvað það er sem nærir okkur mest, hvað það er sem við þurfum á að halda, hverju við erum tilbúin að sleppa og hvað það er sem okkur langar til þess að skapa í lífi og starfi.
Mantra þýðir frelsi hugans og færir okkur nær kjarnanum, svörunum og auðmýktinni. Við hefjum stundina á seremóníal kakaóbolla eða móatei.
Hljómsveit kvöldsins eru Lára á gítar og harmonium, Arnar á trommur og Guðni á bassa.
Við endum kvöldið í djúpslökun með lifandi tónheilun og fáum tækifæri til að njóta áhrifanna og dvelja með ásetningnum.
Skráning fer fram hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is fyrir aðra greiðsluleið.