KARLARÝMI "hamarinn & naglinn" - 4 vikna námskeið með Þórði Bjarka // 30. apríl

KARLARÝMI "hamarinn & naglinn" - 4 vikna námskeið með Þórði Bjarka // 30. apríl

Regular price
27.900 kr
Sale price
27.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Karlmenn eiga það til að taka allt á kassann og trukka hluti áfram. Það er brjálað að gera, verkefnin bíða og það þarf að massa þetta! Þegar þú ert hamar lítur allt út eins og nagli. Kannastu við þetta úr eigin lífi eða hjá karlmönnum í kringum þig? 

Í vissum aðstæðum getur þetta verið gagnlegt en ef allt er keyrt áfram á hnefanum er hætt við að eitthvað fari að gefa eftir. 

Rannsóknir hafa sýnt að karlmenn eiga erfiðara með að tala um líðan sína heldur en konur og eiga það til að birgja tilfinningar sínar inni. Einnig hefur sýnt sig að karlar eigi að meðaltali færri vini en konur og hafa því færri aðila að tala við og treysta fyrir reynslu sinni og líðan.

Á þessu námskeiði leitumst við við að skapa rými fyrir karlmenn til að gefa eftir og slaka á þessum staðalímyndum sem samfélagið setur á þá ásamt því að veita þeim tól til að takast á við þær áskoranir sem upp koma, á mýkri máta.

Áhrif, tæki & gildi námskeiðisins: 
Leitast verður við að skapa öruggt rými fyrir karlmenn þar sem þeir geta slakað á og gefið eftir undan amstri dagsins. Innan þessa örugga rýmis munu þátttakendur geta speglað sig og sínar upplifanir. Notast verður við einfaldar æfingar sem og samtöl og hugvekjur sem geta nýst sem tól til að takast á við streitu hversdagsins. Einnig munum við leitast við að virkja ólík skynfæri svo sem í gegnum lifandi hljóð og tónlistarflutning.

Hvað þú munt læra á námskeiðinu:
Geta tekið betur eftir því sem sækir á okkur dag fyrir dag og hvernig við bregðumst við því áreiti. Að geta betur greint þær tilfinningar sem koma upp, hvaða áhrif þær hafa á okkur andlega og líkamlega, ásamt því að eiga auðveldara með að tjá líðan sína. 

Fyrir hvern er námskeiðið:
Karlmenn sem hafa áhuga á að kanna hvernig hægt sé að fara í gegnum daginn á mýkri máta og í leiðinni bæta við nýjum verkfærum í verkfærakistuna, við hliðina á hamrinum.

Um kennarann:

Þórður Bjarki hefur yfir áratuga reynslu við að vinna með fyrirtækjum, teymum og einstaklingum í að leysa flókin verkefni sem og að finna leiðir til bæta samvinnu sem og líðan fólks. Dagsdaglega vinnur hann við að lóðsa verkefni, teymi og fólk til að ná þeim árangri sem kallað er eftir, á skapandi og sjálfbæran máta.
Einnig vinnur hann að ýmsum hljóð, tónlistar og list verkefnum, t.d. með hugleiðslu þungarokks hljómsveitinni OSMĒ, þar sem spuni gegnir lykilhlutverki í að kalla fram sköpunarkraftinn. 

Hver tími hefst á 100% hreinu ceremonial cacao. Kakó inniheldur fjölmörg virk efnasambönd og næringarefni sem örva framleiðslu heilans á taugaboðefnum og taugamyndun. Þetta leiðir til losunar hormóna eins og endorfíns, serótóníns og dópamíns. Talið að regluleg hrá-kakaó neysla geti skapað nýjar taugabrautir í heilanum, sem eykur gleði og ást í lífi og starfi.

Námskeiðið hefst 30 apríl og stendur til 21. maí. Kennt er á þriðjudagskvöldum frá kl. 19.30 - 21.00 í Móum Studio, Bolholti 4, 2. hæð.

Verð: 27.900 & innifalið í verði ótakmarkaður aðgangur að opnum tímum Móa á meðan á námskeiði stendur. Skráning fer fram hér á síðunni.

15% afsláttur fyrir námsmenn, karla með örorku og heldri karla. 
25% afsláttur fyrir áskriftahafa 
Fyrir afslátt fer skráning fram í gegnum moar@moarstudio.is