
Karlahringur með Þórði Bjarka og Jónasi Sig er einstakt tækifæri fyrir karla til að staldra við í öruggu rými þar sem þeir geta rýnt í sjálfa sig og stutt hvern annan.
Með sögum, samtölum, hugleiðingum og einföldum æfingum er unnið að því að losna undan staðalímyndum, takast á við samfélagslegar væntingar, efla tengsl við líkamann og tengjast öðrum körlum.
Þátttakendur fá tækifæri til að spegla reynslu sína, raunir og tilfinningar og njóta stuðnings í fordómalausu umhverfi. Taka ber fram að hverjum og einum er í sjálfsvald sett hvort og þá hverju þeir vilja deila.
Fyrsta stundin í komandi seríu er þriðjudagskvöldið 8. apríl frá kl. 19.30 - 21.30.
Við hverjum má búast:
- Speglun á nútima karlmennsku: Í gegnum reynslu- og dæmisögum er rýnt í hvað er að vera karlmaður í dag
- Öruggt rými: Þar sem þú getur tjáð hugsanir þínar, reynslu og tilfinningar á opinskáan og heiðarlegan hátt
- Virk hlustun: Þú munt upplifa að hlustað sé á þig og að þú sért metinn án nokkurrar pressu um að „laga“ eða „leysa“
- Leiðsögn í æfingum: Einfaldar öndunaræfingar og hreyfing sem hjálpa þér að slaka á og sleppa tökunum
- Samfélag: Mynda tengingar við aðra karla sem deila svipuðum upplifunum og vilja styðja hvor annan
Þórður Bjarki hefur yfir áratuga reynslu við að vinna með fyrirtækjum, teymum og einstaklingum í að leysa flókin verkefni sem og að finna leiðir til bæta samvinnu sem og líðan fólks. Dagsdaglega vinnur hann við að lóðsa verkefni, teymi og fólk til að ná þeim árangri sem kallað er eftir, á skapandi og sjálfbæran máta. Einnig vinnur hann að ýmsum hljóð, tónlistar og list verkefnum, t.d. með hugleiðslu þungarokks hljómsveitinni OSMĒ, þar sem spuni gegnir lykilhlutverki í að kalla fram sköpunarkraftinn.
Jónas Sigurðsson útskrifaðist kerfisfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur unnið við hugbúnaðargerð hjá stórum fyrirtækjum sem smáum, komið að fjölda sprotafyrirtækja á yfir tuttugu ár ferli þar sem hann hefur leitt teymi og komið að ótal nýsköpunarverkefnum. Hann hefur á sama tíma átt blómlegan tónlistarferil þar sem hann hefur unnið mikið með djúpa reynslu sína af sjálfsvinnu sem hann hefur miðlað gegnum tónlist sína og tónleikahald. Jónas er ástríðufullur talsmaður hinnar nýju jarðar og þá sérstakleg mildi hjartans og heilbrigðrar karlmennsku á öld vatnsberans.
Verð: 6900.-