Karlahringur með Þórði Bjarka og Jónasi Sig er einstakt tækifæri fyrir karla til að staldra við í öruggu rými þar sem þeir geta rýnt í sjálfa sig og stutt hvern annan.
Með sögum, samtölum, hugleiðingum og einföldum æfingum er unnið að því að losna undan staðalímyndum, takast á við samfélagslegar væntingar, efla tengsl við líkamann og tengjast öðrum körlum.
Þátttakendur fá tækifæri til að spegla reynslu sína, raunir og tilfinningar og njóta stuðnings í fordómalausu umhverfi. Taka ber fram að hverjum og einum er í sjálfsvald sett hvort og þá hverju þeir vilja deila.
Fyrsta stundin í komandi seríu er þriðjudagskvöldið 4. febrúar frá kl. 19.30 - 21.00.
Við hverjum má búast:
- Speglun á nútima karlmennsku: Í gegnum reynslu- og dæmisögum er rýnt í hvað er að vera karlmaður í dag
- Öruggt rými: Þar sem þú getur tjáð hugsanir þínar, reynslu og tilfinningar á opinskáan og heiðarlegan hátt
- Virk hlustun: Þú munt upplifa að hlustað sé á þig og að þú sért metinn án nokkurrar pressu um að „laga“ eða „leysa“
- Leiðsögn í æfingum: Einfaldar öndunaræfingar og hreyfing sem hjálpa þér að slaka á og sleppa tökunum
- Samfélag: Mynda tengingar við aðra karla sem deila svipuðum upplifunum og vilja styðja hvor annan
Verð: 3900.-