
Við vinnum með lífskraftinn þinn, hreinsum til, dýpkum tenginguna og kveikjum á flæði.
Þessir tímar eru öflug blanda af öndun, djúpri slökun, tónlist og orkuvinnu sem styður við úrvinnslu streitu, orkuleysis og ójafnvægis.
Þú liggur á dýnu í öruggu rými, þar sem tónlistin leiðir þig inn í þitt eigið ferðalag að sjálfheilun.
Dregur úr kvíða og bætir svefn
Eykur tengingu, sköpun og vellíðan
Losar spennu og dýpkar innsæi
Margir finna fyrir djúpslökun, tilfinningalosun, titring eða einfaldlega nærandi ró.
Við hefjum tímann á nærandi seremóníal kakóbolla eða Jurtate.
Taktu með: þægilegan fatnað og augngrímu (við eigum einnig til láns).
Vertu hjartanlega velkomin/n – nákvæmlega eins og þú ert.
Íris Ann leiðir kvöldið. Hún hefur lært Höfuðbeina & Spjaldhryggs meðferð, KAP orkuvinnu, Reiki heilun og stundar núna nám við Sálfræði. Hún hefur brennandi áhuga á að styðja aðra á vegferð sinni að sínu sanna sjálfi og efla fólk í að nýta sjálfsheilunar krafta sína.
Tímasetning 20.00 - 22.00