Verið innilega velkomin í leidda jóga nidra draumferð þri 22. apríl frá kl. 20 - 21.30.
Nidra draumferð er ferðalag þar sem við blöndum saman aðferðum yoga nidra hugleiðslu og trommuferðalags í Shamanic Journey session.
Nidra draumferð er ferðalag þar sem við blöndum saman aðferðum yoga nidra hugleiðslu og trommuferðalags í Shamanic Journey session.
Í þessari draumferð leggjum við áherslu á lífefnið vatn. Vatnið er táknrænt fyrir hið andlega sem er yfirleitt falið beru auganu. Vatnið er í allt og öllu og geymir visku alda og æðra sjálfið okkar, andann innra með okkur. Það kemst þar sem önnur lífefni komast ekki og ber visku bæði fram og aftur í tíma og rúmi.
Vatnið hreinsar, smýgur inn og hreyfir við með endalausu flæði til og frá, líkt og öldur við fjöruborð. Markmiðið með því að tengjast vatninu er að biðja það um að næra það sem á og þarf að vaxa og þurrka upp það sem ekki skiptir máli lengur.
Hvernig get ég hreinsað til í lífi mínu?
Hvaða viska er mér falin sem ég þarf að tengjast á þessum tímapunkti?
Hvað myndi róa öldurnar og veita mér frið og ró?
Yoga Nidra þýðir að dreyma vakandi og er leidd hugleiðsla sem tekur okkur inn í heim slökunar milli svefns og vöku. Tilgangurinn er að slaka á líkamanum til að geta sleppt takinu og leitað inn á við. Inn í flæðið og virkja heilun líkamans. Þegar líkaminn nær að slaka förum við yfir í trommuferðalag sem tekur við og viðheldur ástandi líkamans með stöðugum og hröðum tommutakti í við förum í shamanic journey þar sem við förum í ferðalag handan hugans.
Shamanic journey er áhrifarík trommuleiðsla til þess að komast í djúpt hugleiðsluástand. Í þessu ástandi verður örlítið auðveldara að heyra & skynja framhjá rökhugsun & skvaldri hugans & þannig komast í dýpri samskipti við innri viskuna okkar. Shamanic Journeying hefur verið notað gegnum aldirnar til þess að heila, taka á móti skilaboðum & til þess að öðlast mátt til þess að sjá skýrar & yfirstiga hindranir í lífinu. Í ferðalaginu er talað um að vitundin eigi samskipti við andans heima, leiðbeinendur, máttardýr & kennara.
Ferðalagið er djúpt & skilaboðin geta borist í formi tákna eða myndlíkinga sem munu skýrast með tímanum.
Shamanic journey er áhrifarík trommuleiðsla til þess að komast í djúpt hugleiðsluástand. Í þessu ástandi verður örlítið auðveldara að heyra & skynja framhjá rökhugsun & skvaldri hugans & þannig komast í dýpri samskipti við innri viskuna okkar. Shamanic Journeying hefur verið notað gegnum aldirnar til þess að heila, taka á móti skilaboðum & til þess að öðlast mátt til þess að sjá skýrar & yfirstiga hindranir í lífinu. Í ferðalaginu er talað um að vitundin eigi samskipti við andans heima, leiðbeinendur, máttardýr & kennara.
Ferðalagið er djúpt & skilaboðin geta borist í formi tákna eða myndlíkinga sem munu skýrast með tímanum.
Við hefjum stundina á 100% hreinu súkkulaði til að tengjast líkamanum. Súkkulaðið er töframeðal náttúrunnar, hjálpar að opna hjartað & auka næmni & skynjun. Þaðan förum við í yoga nidra hugleiðslu og yfir í trommuferðalag. Við endum síðan stundina á jarðtengingu og tónum.
Kristjana leiðir stundina. Kristjana er uppeldis-, menntunar- og fötlunarfræðingur sem hefur lokið námi í stjórnenda markþjálfun. Hún er Reiki meistari og Kundalini heilari. Ásamt því er hún höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferðaraðili, með menntun í NA Shamanisma sem og hún er Yin yoga og - Nidra kennari. Jafnvægi og tilfinningar er hennar ástríða og kemur fram í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hvort sem um ræðir heilun, gong slökun, trommuferðalög eða jóga er markmiðið alltaf orkujöfnun og tilfinningalosun.
Kristjana leiðir stundina. Kristjana er uppeldis-, menntunar- og fötlunarfræðingur sem hefur lokið námi í stjórnenda markþjálfun. Hún er Reiki meistari og Kundalini heilari. Ásamt því er hún höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferðaraðili, með menntun í NA Shamanisma sem og hún er Yin yoga og - Nidra kennari. Jafnvægi og tilfinningar er hennar ástríða og kemur fram í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hvort sem um ræðir heilun, gong slökun, trommuferðalög eða jóga er markmiðið alltaf orkujöfnun og tilfinningalosun.
Gott að mæta með vatnsbrúsa, í þægilegum fötum & með skriffæri & dagbók. Það getur verið mjög gott að skrifa strax niður það sem kemur í gegn.
Verð: 5900
Skráning hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is