Jóga nidra DRAUMFERÐ * e l d u r // mán 4. nóv

Jóga nidra DRAUMFERÐ * e l d u r // mán 4. nóv

Regular price
5.900 kr
Sale price
5.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Verið innilega velkomin í jóga nidra draumferð mán 4. nóv frá kl. 20.00 - 21.30.

Nidra draumferð er ferðalag þar sem við blöndum saman aðferðum yoga nidra hugleiðslu og trommuferðalags í Shamanic Journey session.

Eldur - Í þessari draumferð leggjum við áherslu á lífefnið eld. Eldurinn er táknrænn fyrir tilfinningar okkar og tilfinningalíkamann.

Í þessu ferðalagi förum við djúpt í glóðina og fáum að finna tilfinningar okkar og greiða úr þeim. Við biðjum eldinn um að brenna í burtu það sem ekki þjónar okkur lengur og kynda undir það sem við þurfum að finna innra með okkur. Eldurinn hreinsar og heilar á sama tíma og getur rutt brautir til framtíðar. Úr öskunni fáum við nýja sýn svo við getum risið upp úr nýjum farvegi.

Spurningarnar sem við ætlum að spyrja og halda á í gegnum ferðalagið eru þrjár:

  • Hvaða tilfinningar eru að vaxa innra með mér?
  • Hverju get ég treyst?
  • Hvernig get ég kynnt bálið innra með mér?
Yoga Nidra þýðir að dreyma vakandi og er leidd hugleiðsla sem tekur okkur inn í heim slökunar milli svefns og vöku. Tilgangurinn er að slaka á líkamanum til að geta sleppt takinu og leitað inn á við. Inn í flæðið og virkja heilun líkamans. Þegar líkaminn nær að slaka förum við yfir í trommuferðalag sem tekur við og viðheldur ástandi líkamans með stöðugum og hröðum tommutakti í við förum í shamanic journey þar sem við förum í ferðalag handan hugans.

Shamanic journey er áhrifarík trommuleiðsla til þess að komast í djúpt hugleiðsluástand. Í þessu ástandi verður örlítið auðveldara að heyra & skynja framhjá rökhugsun & skvaldri hugans & þannig komast í dýpri samskipti við innri viskuna okkar. Shamanic Journeying hefur verið notað gegnum aldirnar til þess að heila, taka á móti skilaboðum & til þess að öðlast mátt til þess að sjá skýrar & yfirstiga hindranir í lífinu. Í ferðalaginu er talað um að vitundin eigi samskipti við andans heima, leiðbeinendur, máttardýr & kennara.

Ferðalagið er djúpt & skilaboðin geta borist í formi tákna eða myndlíkinga sem munu skýrast með tímanum.

Við hefjum stundina á 100% hreinu súkkulaði til að tengjast líkamanum. Súkkulaðið er töframeðal náttúrunnar, hjálpar að opna hjartað & auka næmni & skynjun. Þaðan förum við í yoga nidra hugleiðslu og yfir í trommuferðalag. Við endum síðan stundina á jarðtengingu og tónum.

Kristjana leiðir stundina. Kristjana er uppeldis-, menntunar- og fötlunarfræðingur sem hefur lokið námi í stjórnenda markþjálfun. Hún er Reiki meistari og Kundalini heilari. Ásamt því er hún höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferðaraðili, með menntun í NA Shamanisma sem og hún er Yin yoga og - Nidra kennari. Jafnvægi og tilfinningar er hennar ástríða og kemur fram í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hvort sem um ræðir heilun, gong slökun, trommuferðalög eða jóga er markmiðið alltaf orkujöfnun og tilfinningalosun.

Gott að mæta með vatnsbrúsa, í þægilegum fötum & með skriffæri & dagbók. Það getur verið mjög gott að skrifa strax niður það sem kemur í gegn.

Verð: 5900
Skráning hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is