
Hvað gerir þetta námskeið einstakt?
Við sameinum fjögur öflug og samverkandi jógaform:
Kundalini jóga
Örvum lífskraftinn með einföldum hreyfingum, öndun og hljóði (möntrum). Þessi hluti gefur orku, losar spennu og tengir við innri styrk.
Hatha jóga
Klassískar jógastöður (asana) og mýkri líkamsvinna sem byggir upp jafnvægi, styrk og liðleika. Við lærum að hlusta á líkamann og virða mörk.
Pranayama
Öndunin verður brú milli líkama og hugar – og hjálpar til við að minnka streitu og byggja upp orku.
Jóga Nidra
Leidd djúpslökun í lok hvers tíma. Jóga Nidra er djúp endurnærandi aðferð þar sem þú slakar fullkomlega á – og líkaminn fær tíma til að jafna sig og vinna úr.
Allt kennt í hlustun, hlýju og virðingu fyrir þínum takti. Engin pressa, engin fyrri reynsla nauðsynleg – nóg að mæta. Tilgangur námskeiðisins er að:
-
Finna öruggt rými til að anda og vera.
-
Byggja upp dýpra samband við líkama, huga og anda.
-
Upplifa hvernig jóga getur hjálpað þér og stutt við þig í amstri dagsins.
-
Finna ró, orku og jafnvægi