Hugur, hjarta, hönd - macramé með Heru // 1. des

Hugur, hjarta, hönd - macramé með Heru // 1. des

Regular price
9.900 kr
Sale price
9.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.

Verið velkomin í samverustund með macramé hnýtingum í MÓUM fimmtudaginn 1. des frá kl. 20:00-22:00 með Heru Sigurðardóttur frá Flóð & fjöru.

Öll velkomin, bæði þau sem þekkja macramé og þau sem eru að heyra um það í fyrsta sinn. Tilvalið að læra að búa til fallegar jólagjafir. 

Sköpun eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt. Að leggja af stað með hugmynd og ásetning en leyfa flæði hugans, hjartans og handanna að skapa verkið og treysta því að útkoman verði sú sem hún á að vera. Þetta er frelsandi gjörningur innan ramma upphafs og endis og útkoman er þín.

Heilandi samverustund þar sem við fræðumst um það hvaðan macramé kemur, spjöllum um heilunarmátt handavinnunnar og lærum undirstöðu hnúta í macramé svo hægt sé að byrja að skapa, flæða og gera þitt eigið verk, það sem hugurinn, hjartað og hendurnar girnast.

Samverustundin hefst á hjartaopnandi kakóbolla og allt efni verður á staðnum.

Verðið er 9900 kr.
Aðeins er pláss fyrir 10 manns
Tryggðu þér pláss hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is

Aðeins um mig & fljóð & fjöru. Ég er menntuð sem mannfræðingur og menningarmiðlari og hef alla tíð haft áhuga á alls konar handavinnu og sköpunm. Ég hef starfað með börnum, unglingum, ungu fólki og ferðafólki, allt störf sem krefjast mikillar skapandi hugsunar. Ég kynntist macramé hnýtingum árið 2017 í kjölfar kulnunar og hef nýtt mér þennan farveg að hnýta án þess að hugsa hvar verkið endar en þó innan ákveðins ramma, hlusta á innsæið og ígrunda lífið. Það veitir útrás, heilun og hugleiðslu.

Flóð & fjara er svo vettvangur minn til að heila, flæða og skapa og til að halda utan um það sem verður til og nærir, hugann, hjartað og höndina.

Hlakka til að vera með ykkur ❤