Heartsong sessions * söngur * möntrur * spuni // 14.des

Heartsong sessions * söngur * möntrur * spuni // 14.des

Regular price
4.900 kr
Sale price
4.900 kr
Regular price
Sold out
Unit price
per 
Tax included.


Í náminu mínu í NA- Shamanisma kynntist ég Heartsongs. Þar sem sungið er frá hjartanu með skýran ásetning, fyrir ákveðna tilfinningu, eitthvað sem við viljum persónulega heila eða sem bæn.

Á því byggi ég þennan viðburð. Við munum syngja okkur út úr takmörkunum hugans & inn í hjartað. Finna fyrir öllum líkamanum & fá að skapa eitthvað einstakt saman.

Við munum einnig styðjast við möntrusöng, bæði frumsamdar möntrur & möntrur frá öllum heimshornum.

Ef þú elskar að syngja, ert hrædd/ur við að syngja, vilt opna röddina, opna tjáningu frá hjartanu, losa um stíflur vegna ósagðra orða eða bara ef þú vilt hafa gaman! Þá er þetta eitthvað fyrir þig. Þú stjórnar ferðalaginu & röddin er ávallt þín.

Við hefjum stundina á 100% hreinu súkkulaði & leiddri hugleiðslu til að tengjast líkamanum. Súkkulaðið er töframeðal náttúrunnar, hjálpar að opna hjartað & auka næmni skynjunnar.

Arnar Gíslason heldur með okkur taktinn á trommur & annan áslátt & ég Lára held rými & leiði stundina inn í ævintýraheim söngsins.

Lára Rúnarsdóttir er eigandi Móa studio, jógakennari, nemi í NA-Shamanisma, meðferðaraðili í höfuðbeina- & spjaldhryggjarmeðferð, tónlistarkona, kynjafræðingur ofl.

Hvenær: þri 14.des frá kl. 19.30 - 21.30

Verð: 4900

Staðsetning: MÓAR studio – Bolholti 4 105 RVK

Miðasala fer fram hér á síðunni eða í gegnum: 
moar@moarstudio.is

Vertu hjartanlega velkomin/n!
Heartsong Sessions verða mánaðarlegir viðburðir í MÓAR studio.