Finnurðu að þú þráir meiri orku, meiri gleði – en veist ekki hvar þú átt að byrja?
„Hækkum tíðnina“ er lifandi og létt námskeið þar sem við hristum af okkur þyngslin, tengjumst líkamanum, finnum hvað gleður okkur og kveikjum á innri kraftinum. Endurnærandi námskeið með Unni Elísabetu!
Í verkfærakassanum:
• Yogaflæði og hristingur – léttar en kraftmiklar æfingar sem kveikja á lífsorkunni.
• Villtur dans – finnum gleðina í takt við tónlistina.
• Möntrur – því það er nánast ómögulegt að vera leiður þegar maður syngur.
• Frjáls skrif – Unnur leiðir spurningar og verkefni sem kveikja neista og innsýn.
• Ceremonial kakó – Vegna þess að það eykur framleiðslu gleðihormóna.
(Mundu að taka með stílabók og penna!)
Tími til að:
• Endurstilla
• Muna hver þú ert
• Stíga inn í lífskraftinn og gleðina
Hagnýtt:
• Engin reynsla nauðsynleg – aðeins líkami, rödd og opinn hugur
• 26. nóv - 17. des. Kennt á miðvikudögum frá kl. 19-21
• Verð fyrir námskeið: 34.900. Innifalið í verði er aðgangur að öllum opnum tímum Móa Studio á meðan á námskeiði stendur.
• 25% afsláttur fyrir áskriftahafa. 15% afsláttur fyrir fólk með örorku, námsfólk & heldra fólk.
Umsagnir frá síðasta námskeiði Hækkum tíðnina!
Þetta námskeið var dásamlegt! Hjartans þakkir fyrir að fá mig til að byrja skrifa aftur og muna eftir dansinum. Möntrurnar, hreyfingin og hugleiðslurnar voru dekur og gleði fyrir taugakerfið. -Linda Kristín Kjartansdóttir
Ég mæli svo innilega með námskeiðinu ,,Hækkum tíðnina” með Unni Elísabetu. Þetta er svo fullkomið fyrir okkur sem þurfum að finna aftur gleðina og orkuna innra með okkur. -Hjördís Sveinsdóttir
Námskeiðið ,,hækkum tíðnina,, hristi vel upp í tilveru minni bæði líkamlega og andlega sem var einstakt. Ég varð meðvitaðri hvernig ég varði tíma mínum og ég fann að ég fór ósjálfrátt að skapa meira og skrifa meira, sem var svo kærkomið. Þetta námskeið fær þig virkilega til að endurskoða tilveru þína og Unnur Elísabet geri það svo einstaklega vel og þess vegna myndi ég tvímælalaust mæla með námskeiðinu fyrir alla. -Guðný Helgadóttir
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir starfar sem leikstjóri, danshöfundur, sviðshöfundur og performer. Hún hefur unnið í fjölda verkefna með Íslenska Dansflokknum, Leikfélagi Reykjavíkur, RÚV, Stöð tvö og sjálfstætt síðan hún útskrifaðist úr Konunglega Sænska Ballettskólanum árið 2003. Unnur hefur kennt yoga frá árinu 2009 þegar hún útskrifaðist sem Hatha og Kundalini yoga kennari. Henni finnst frábært að blanda saman þekkingu sinni úr sviðslistunum við yogakennsluna.
Skáning hér á síðunni eða í gegnum moar@moarstudio.is

